Ferill 765. máls. Ferill 790. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1672  —  765. og 790. mál.
2. umræða.Nefndarálit


um frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands og frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Annar minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar telur verkefnisstjórn um endurskoðun lagaumgjarðar um Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit eiga hrós skilið fyrir vönduð og fagmannleg vinnubrögð við smíði þeirra frumvarpa sem hér eru til umfjöllunar. Þá telur 2. minni hluti vinnu efnahags- og viðskiptanefndar um málin hafa verið góða og breytingartillögur meiri hlutans við frumvarpið vera til bóta. Hins vegar telur 2. minni hluti að skynsamlegt sé að fresta samþykkt frumvarpanna um sinn svo að ráðrúm gefist til að huga nánar að ýmsum álitamálum sem enn er ósvarað, ekki síst vegna ábendinga úr mörgum áttum þar sem varað er við því að viðskiptaháttaeftirlit verði á hendi hinnar sameinuðu stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Alþingi, 31. maí 2019.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.