Ferill 644. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1694  —  644. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga).

(Eftir 2. umræðu, 3. júní.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
     a.      Orðin „að fengnu skriflegu samþykki umsækjanda“ í 3. mgr. falla brott.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Sjúkratryggingastofnuninni ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða upplýsingaöflun skv. 3. mgr. í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.