Ferill 958. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1696  —  958. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um tvöfalt ríkisfang.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu margir hafa tvöfalt ríkisfang á Íslandi og hvernig er skiptingin eftir ríkisföngum?
     2.      Hversu margir hafa öðlast tvöfalt ríkisfang á ári hverju frá því að breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, tók gildi 1. júlí 2003 og heimilaði tvöfalt ríkisfang?


Skriflegt svar óskast.