Ferill 963. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1722  —  963. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um innviðagjald.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.

     1.      Hvaða gjöld falla undir skilgreininguna innviðagjöld?
     2.      Hvert er markmið með innviðagjöldum sem sveitarfélög leggja á íbúa?
     3.      Hvaða sveitarfélög hafa lagt á innviðagjöld?
     4.      Hvert er svigrúm sveitarfélaga við lagningu innviðagjalds?
     5.      Hvaða skilyrði eru nauðsynleg að mati ráðuneytisins fyrir því að sveitarfélög geti lagt á innviðagjöld?
     6.      Telur ráðherra í lagi að setja á innviðagjald án lagaheimildar? Nægja einkaréttarlegir samningar sveitarfélaga til þess að réttlæta álagningu innviðagjalds?


Skriflegt svar óskast.