Ferill 758. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1729  —  758. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012,
með síðari breytingum (styrking á stjórnsýslu og umgjörð).


Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (JónG, RBB, ATG, BergÓ, HKF, HVH, LínS, VilÁ).


     1.      Orðskýringin Kolefnisjöfnun í 1. gr. orðist svo: Þegar aðili hlutast til um aðgerðir annars aðila til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmslofti og notar staðfestingu á slíkum samdrætti eða bindingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyti.
     2.      Í stað orðanna „tillögur að aðgerðum“ í 1. mgr. a-liðar 2. gr. (5. gr.) komi: aðgerðir.
     3.      Við a-lið 3. gr. (5. gr. b).
                  a.      4. tölul. 2. mgr. orðist svo: Hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.
                  b.      5. tölul. 2. mgr. orðist svo: Rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum.
     4.      Við b-lið 3. gr. (5. gr. c).
                  a.      Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög skulu setja sér loftslagsstefnu.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög setji sér loftslagsstefnu, sbr. 1. mgr., innleiði aðgerðir samkvæmt henni og veitir stofnunum ríkisins og sveitarfélögum ráðgjöf varðandi mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda og árangri aðgerða vegna innri reksturs.
                  c.      Við 4. mgr. bætist: og sveitarfélaga í loftslagsmálum.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Loftslagsstefna ríkisins og sveitarfélaga.
     5.      Við c-lið 3. gr. (5. gr. d) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal flytja Alþingi skýrslu um stöðu loftslagsmála með reglubundnum hætti þar sem m.a. skal gerð grein fyrir niðurstöðum skýrslna skv. 1. mgr.
     6.      Á eftir orðunum „í tengslum við“ í lokamálslið 5. gr. komi: aðlögun og.