Ferill 794. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1732  —  794. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um skráningu raunverulegra eigenda.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Á eftir orðinu „eigendur“ í 1. mgr. 1. gr. komi: aðila skv. 2. gr.
     2.      2. gr. orðist svo:
                      Lög þessi gilda um lögaðila sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá, þ.m.t. útibú erlendra hlutafélaga og einkahlutafélaga.
                      Lögin gilda um erlenda fjárvörslusjóði eða sambærilega aðila sem eiga viðskipti hér á landi, sbr. 5. gr.
                      Lögin gilda ekki um stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga né heldur um lögaðila sem skráðir eru á skipulegum markaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir.
                      
Í vafatilvikum sker ríkisskattstjóri úr um það hvort aðili eða flokkur aðila heyrir undir lög þessi.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Sjá“ í 1. tölul. komi: Raunverulegur eigandi samkvæmt.
                  b.      Í stað orðanna „sem taldir eru upp í“ í 2. tölul. komi: sem falla undir gildissvið laganna skv.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Aðilar skv. 1.–19. og 21. tölul. 2. gr.“ í 2. mgr. komi: Skráningarskyldir aðilar.
                  b.      2. og 3. mgr. verði 2. mgr.
                  c.      Í stað orðanna „skv. 2. mgr.“ í 5. mgr., er verði 4. mgr., komi: samkvæmt þessari grein.
                  d.      Í stað „skv. 4.“ í 2. málsl. 7. mgr., er verði 6. mgr., komi: samkvæmt þessari grein.
     5.      Í stað „20. tölul.“ í 1. og 4. mgr. 5. gr. komi: 2. mgr.
     6.      Í stað orðsins „stærð“ í 4. mgr. 7. gr. og 4. mgr. 8. gr. komi: umfang.
     7.      Í stað „1.–19. og 21. tölul.“ í f-lið 1. mgr. 8. gr. komi: 1. mgr.
     8.      Í stað orðanna „Ákvarðanir um dagsektir“ í 5. mgr. 14. gr. komi: Dagsektir sem ákvarðaðar eru.
     9.      Í stað „1. og 2. málsl. 4. mgr.“ í 7. mgr. 15. gr. komi: 5. mgr.
     10.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað „20. tölul.“ í b-lið komi: 2. mgr.
                  b.      Á eftir b-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: nánari skilgreiningu á gildissviði laganna skv. 2. gr.
     11.      Við 22. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Við bætast“ í 1. tölul. b-liðar 1. tölul. komi: Á eftir 8. tölul. koma.
                  b.      Í stað orðanna „sbr. 10. og 11. tölul. 4. gr.“ í 1. tölul. e-liðar 1. tölul. komi: sbr. 9. og 10. tölul. 1. mgr. 4. gr.
                  c.      Á eftir b-lið 2. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Fyrirsögn J-hluta II. kafla laganna orðast svo: Starfsemi greiðslustofnunar með takmarkað starfsleyfi.
     12.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Í stað „1.–19. gr. og 21. tölul.“ komi: 1. mgr.
                  b.      Í stað „2. og 3. mgr.“ komi: 2. mgr.
                  c.      Í stað „1. desember 2019“ komi: 1. júní 2020.