Ferill 903. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1737  —  903. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um endurgreiðslur ferðakostnaðar frá Sjúkratryggingum Íslands.


     1.      Hve margir einstaklingar fengu ferðakostnað vegna sjúkdómsmeðferðar á höfuðborgarsvæðinu endurgreiddan á grundvelli reglugerðar nr. 871/2004 um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innan lands á árunum 2017 og 2018? Hver var heildarfjárhæð þessara endurgreiðslna?
    Svar við þessum tölulið kemur fram í töflu 1. Taldar eru allar ferðir þeirra sem sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar ferðir af landsbyggðinni og hins vegar ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins innan þess, en þar er um að ræða ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma.

Tafla 1. Þjónusta á höfuðborgarsvæðinu.

Ár 2017 2018
Fjöldi einstaklinga 7.436 7.591
Fjárhæð endurgreiðslna í millj. kr. 428,2 449,8

     2.      Hve margir einstaklingar fengu ferðakostnaðinn greiddan vegna sjúkdómsmeðferðar utan höfuðborgarsvæðisins og hver var heildarfjárhæð þeirra endurgreiðslna?
     Svar við þessum tölulið fyrirspurnarinnar kemur fram í töflu 2. Taldar eru allar ferðir vegna heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan höfuðborgarsvæðisins. Bæði er um að ræða ferðir milli landshluta og styttri ferðir innan sveitarfélags vegna alvarlegra sjúkdóma.

Tafla 2. Þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins.

Ár 2017 2018
Fjöldi einstaklinga 1.875 1.752
Fjárhæð endurgreiðslna í millj. kr. 57,5 56,0

     3.      Hvernig skiptast fjárhæðir endurgreiðslnanna og fjöldi þeirra eftir sveitarfélögum?
    Svar við þessum tölulið fyrirspurnarinnar kemur fram í töflum 3. og 4. Upplýsingar miðast annars vegar við heilbrigðisumdæmi og hins vegar bæjarfélag.

Tafla 3. Ferðakostnaður eftir heilbrigðisumdæmi.

Lögheimili einstaklings Fjöldi einstaklinga sem fengu greiddan ferðakostnað Fjárhæð endurgreiðslna í millj. kr.
2017 2018 2017 2018
Norðurland 2.993 2.862 145,9 148,4
Austurland 1.997 2.049 132,8 142,1
Suðurland 1.547 1.667 79,8 81,5
Vestfirðir 997 1.065 57,0 64,0
Vesturland 937 877 36,1 35,4
Höfuðborgarsvæðið 166 188 22,6 23,8
Suðurnes 290 273 11,5 10,6
Alls 8.927 8.981 485,7 505,8

Tafla 4. Ferðakostnaður eftir bæjarfélagi.

Lögheimili einstaklings Fjöldi einstaklinga sem fengu greiddan ferðakostnað Fjárhæð endurgreiðslna í millj. kr.
2017 2018 2017 2018
Akureyri 1.304 1.206 74,5 72,7
Egilsstaðir 717 731 45,9 47,8
Vestmannaeyjar 604 650 31,3 29,7
Höfn í Hornafirði 452 465 27,1 29,4
Ísafjörður 436 501 25,0 30,3
Neskaupstaður 268 265 20,1 20,7
Reyðarfjörður 206 231 16,3 18,2
Sauðárkrókur 475 471 17,4 15,1
Húsavík 282 277 13,5 16,6
Eskifjörður 207 218 13,5 13,1
Reykjavík 98 103 10,7 12,7
Seyðisfjörður 139 149 10,2 12,1
Fáskrúðsfjörður 140 137 9,6 11,6
Patreksfjörður 163 161 8,8 8,2
Dalvík 135 154 7,3 9,3
Bolungarvík 137 158 7,5 8,6
Selfoss 184 211 7,6 7,4
Vopnafjörður 177 173 6,9 7,3
Hafnarfjörður 21 31 7,8 5,8
Blönduós 219 183 6,7 6,1
Reykjanesbær 175 169 6,6 5,8
Hvammstangi 170 167 5,8 6,2
Akranes 150 123 5,7 5,1
Siglufjörður 120 140 4,7 6,0
Stykkishólmur 131 116 4,5 4,8
Borgarnes 95 98 3,8 4,9
Ólafsfjörður 80 72 4,2 4,0
Þórshöfn 82 71 4,0 3,5
Djúpivogur 51 51 3,6 3,8
Ólafsvík 103 102 3,2 3,6
Varmahlíð 59 67 3,2 3,3
Bíldudalur 44 41 3,2 3,2
Hnífsdalur 47 47 2,7 3,2
Vík í Mýrdal 43 56 2,7 2,9
Grundarfjörður 85 76 3,0 2,6
Skagaströnd 79 48 2,9 2,6
Hólmavík 66 61 2,8 2,7
Stöðvarfjörður 37 32 2,7 2,6
Hvolsvöllur 53 50 3,0 2,3
Aðrir (51 staður) 893 919 45,7 49,9
Alls 8.927 8.981 485,7 505,8