Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1771  —  219. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til umferðarlaga.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Við. 2 mgr. 50. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Mælist ávana- og fíkniefni eða lyf skv. 1. mgr., sbr. 6. mgr. 48. gr., í þvagi ökumanns er honum óheimilt að stjórna ökutæki.
     2.      Í stað „50. gr.“ í 1. mgr. 95. gr. og 1., 5. og 7. mgr. 101. gr. komi: 1. mgr., 1. málsl. 2. mgr., 3. eða 4. mgr. 50. gr.