Ferill 674. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1776  —  674. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?

    Eftirfarandi nefndir, starfshópar, faghópar og ráð eru nú starfandi á vegum ráðuneytisins.
Kostnaður vegna nefnda liggur fyrst og fremst í þóknunum sem greiddar eru til utanaðkomandi sérfræðinga fyrir þátttöku þeirra í nefndarstarfi, enda er það meginregla varðandi nefndarstörf að ekki er greitt fyrir setu fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila í nefndum og ráðum á vegum ráðuneyta. Kostnaður vegna fyrrgreindra hópa fellur á fleiri ríkisaðila heldur en ráðuneytið. Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna nefnda, starfshópa, faghópa og ráða á árinu 2018 nam samtals u.þ.b. 89 millj. kr. og nánari sundurliðun má sjá í eftirfarandi töflu:

Nefnd Fá greitt Launa-
kostnaður
Annar kostnaður Kostnaður alls
Breiðafjarðarnefnd x 387.503 12.109.188 12.496.691
Fagráð náttúruminjaskrár
Fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn
Hreindýraráð x
Hættumatsnefnd vegna eldgosa
Hættumatsnefnd vegna vatns- og sjávarflóða
Jafnréttisnefnd ráðuneytisins
Loftslagsráð x 977.870 977.870
Mengunarvarnaráð hafna
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands x 3.319.682 6.906.263 10.225.945
Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins – Kuðunginn x 175.502 175.502
Ofanflóðanefnd x
Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur x
Ráðgefandi nefnd um þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Ráðgjafarnefnd náttúruminjaskrár
Ráðgjafarnefnd fagstofnana og eftirlitsaðila samkvæmt lögum um stjórn vatnamála
Ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila samkvæmt lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011
Ráðgjafarnefnd um stefnumarkandi landsáætlun til 12 ára um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Ráðgjafarnefnd um landsskipulagsstefnu
Samninganefnd um loftslagsmál
Samráðshópur vegna Kötlu jarðvangs
Samráðsvettvangur um mótun stefnu í úrgangsmálum
Samráðsvettvangur um veiðar á ref og mink
Samstarfsnefnd um líffræðilegan fjölbreytileika
Samstarfshópur um eflingu fagþekkingar, hönnunar og samræmingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum
Samstarfsnefnd ráðuneyta um mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskistofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins
Samvinnunefnd um málefni Norðurslóða x
Sérfræðinganefnd til ráðgjafar um innflutning og ræktun framandi tegunda og dreifingu lifandi lífvera x 952.970 952.970
Starfshópur um verndarsvæði í hafi
Starfshópur um eftirfylgni skýrslu OECD um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi
Starfshópur um gerð frumvarps og lagabreytinga vegna stofnunar hamfarasjóðs
Starfshópur um átaksverkefni í friðlýsingum
Starfshópur vegna flugeldamála
Starfshópur um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum
Starfshópur um endurskoðun viðauka við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
Stýrihópur um hollustuhætti og loftgæði
Stýrihópur um eftirfylgni áætlunar um loftgæði á Íslandi 2018–2029
Stýrinefnd um jarðváreftirlit á Íslandi
Stjórn Kvískerjasjóðs
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs x
Stjórn Úrvinnslusjóðs x
Stjórn ÍSOR x
Stjórn loftslagssjóðs x
Svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði
Svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði
Svæðisráð suðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði
Svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði
Svæðisráð vegna strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði
Svæðisráð vegna strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála x
Valnefnd vegna ráðningar forstjóra Landmælinga Íslands
Vatnaráð
Verkefnisstjórn um stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum x 555.796 1.541.523 2.097.319
Verkefnisstjórn rammaáætlunar x 17.771.007 43.195.958 60.966.965
Verkefnisstjórn um undirbúning tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO 1.222.011 1.222.011
Verkefnisstjórn aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum
Viðbragðsteymi vegna mögulegrar komu hvítabjarna til landsins
Samtals kostnaður 2018 22.986.958 66.128.315 89.115.273

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Reynt er að gæta aðhalds og hagkvæmni við skipun nefnda og starfshópa og jafnframt hvað rekstur þeirra varðar. Fylgst er með árangri af störfum launaðra nefnda og ráða til að tryggja góða nýtingu á fjármunum ríkisins. Ekki er markmið í sjálfu sér að draga úr þátttöku utanaðkomandi sérfræðinga í nefndarstarfi heldur ræðst fjöldi slíkra nefnda af eðli þeirra verkefna sem unnið er að í ráðuneytinu á hverjum tíma og þeim stjórnarmálefnum sem undir það heyra.