Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1781, 149. löggjafarþing 549. mál: helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika (starfsemi á helgidögum).
Lög nr. 73 24. júní 2019.

Lög um breytingu á lögum um helgidagafrið, nr. 32/1997, með síðari breytingum (helgihald).


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Í lögum þessum er mælt fyrir um verndun helgihalds í því skyni að tryggja frið og næði innan þeirra marka er greinir í 3. gr.

2. gr.

     II. kafli laganna, sem hefur fyrirsögnina Helgidagar þjóðkirkjunnar, og er með einni grein, 2. gr., orðast svo:
     Helgidagar þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá kl. 18, jóladagur og annar dagur jóla.

3. gr.

     4., 5., 6. og 8. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Fyrirsögn III. kafla laganna verður: Um frið vegna helgihalds.

5. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um frið vegna helgihalds.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.