Ferill 637. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1801  —  637. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum (lækkun iðgjalds).

(Eftir 2. umræðu, 12. júní.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 5. gr. b laganna:
     a.      Í stað orðanna „0,225% á ári af öllum innstæðum“ kemur: 0,02% á ári af öllum innstæðum upp að 10 milljörðum kr. en 0,16% af innstæðum umfram það.
     b.      Í stað orðanna „0,05625% á ársfjórðungslegum gjalddaga“ kemur: 0,005% af innstæðum upp að 10 milljörðum kr. en 0,04% af innstæðum þar umfram á ársfjórðungslegum gjalddaga.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2019 og koma til framkvæmda við greiðslu iðgjalds á gjalddaga 1. september 2019.