Ferill 752. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1809  —  752. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, SÞÁ, BHar, KÓP, ÞórP).


     1.      Orðið „sjálfir“ í 1. gr. falli brott.
     2.      5. tölul. 2. gr. orðist svo: Líkamleg friðhelgi: Óskoraður réttur einstaklings til sjálfræðis um eigin líkama og að borin sé virðing fyrir rétti hans til lífs, öryggis, frelsis og mannlegrar reisnar.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Sérhver einstaklingur nýtur, í samræmi við aldur og þroska, óskoraðs réttar til.
                  b.      Orðið „sjálfur“ í a-lið falli brott.
                  c.      Í stað orðsins „varðandi“ í d-lið komi: um.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Réttur einstaklings til að skilgreina kyn sitt.
     4.      Í stað orðanna „15 ára“ í 1. mgr. 4. gr. komi: 18 ára.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „15 ára“ í 1. mgr. komi: 18 ára.
                  b.      2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  c.      2. mgr. orðist svo:
                     Beiðni um breytta skráningu kyns skal beint til Þjóðskrár Íslands. Jafnhliða breyttri skráningu kyns á barnið rétt á að breyta nafni sínu. Ákvæði 2.–4. mgr. 4. gr. gilda jafnframt um ákvæði þetta.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ákvörðun um að breyta kynskráningu barns skal tekin með hagsmuni þess að leiðarljósi og vera í samræmi við vilja þess og þróun kynvitundar.
                  e.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Breyting á skráðu kyni barns.
     6.      Við 2. málsl. 7. gr. bætist: til Þjóðskrár Íslands.
     7.      Á eftir orðunum „sbr. 4.“ í 1. mgr. 8. gr. komi: og 5.
     8.      Við 9. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ákvörðun sérfræðinefndar skv. 3. mgr. 5. gr. er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds nema hvað málsmeðferð varðar.
     9.      Fyrirsögn II. kafla verði: Réttur einstaklings til að skilgreina kyn sitt.
     10.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða barn á aldrinum 16–18 ára þarf jafnframt mat teymis barna- og unglingageðdeildar um kynvitund og ódæmigerð kyneinkenni skv. 13. gr. á því að það sé barni fyrir bestu að framkvæma aðgerðina.
     11.      Við 12. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Teymið skal vera þverfaglegt og skipað fagfólki með viðeigandi þekkingu og reynslu.
                  b.      Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: m.a. svo að tryggja megi þekkingu á félagslegum þætti kynvitundar.
                  c.      2. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  d.      Í stað orðanna „Þeir veita“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: Teymið veitir.
                  e.      2. málsl. 3. mgr. falli brott.
     12.      Við 13. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Teymið skal vera þverfaglegt og skipað fagfólki með viðeigandi þekkingu og reynslu.
                  b.      Við lokamálslið 1. mgr. bætist: m.a. svo að tryggja megi þekkingu á félagslegum þætti kynvitundar.
                  c.      Lokamálsliður 2. mgr. orðist svo: Enn fremur metur teymið hvort það sé barni á aldrinum 16–18 ára fyrir bestu að undirgangast varanlegar breytingar á kynfærum, kynkirtlum eða öðrum kyneinkennum einstaklings, sbr. 11. gr.
                  d.      2. málsl. 3. mgr. falli brott.
     13.      15. gr. orðist svo:
                  Brot gegn 3. mgr. 4. gr., 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. og 3. mgr. 9. gr. laga þessara og reglugerðum settum samkvæmt þeim geta varðað sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Sektir renna í ríkissjóð.
                  Gera má lögaðila sekt samkvæmt reglum II. kafla A almennra hegningarlaga fyrir brot gegn ákvæðum skv. 1. mgr. og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.
     14.      Við 16. gr. bætist: og um störf sérfræðinefndar um breytingu á kynskráningu barna skv. 9. gr., m.a. um það í hvaða tilvikum barnaverndarnefnd skuli vera gert viðvart við störf sérfræðinefndarinnar.
     15.      Við 18. gr.
                  a.      D-liður 2. tölul. orðist svo: Á eftir 3. mgr. 13. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Barn yngra en 18 ára getur með samþykki forsjáraðila sinna eða sérfræðinefndar skv. 9. gr. laga um kynrænt sjálfræði breytt eiginnafni og millinafni sínu samhliða breytingu á skráningu kyns.
                  b.      E-liður 2. tölul. orðist svo: Á eftir 6. mgr. 14. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Barn yngra en 18 ára getur með samþykki forsjáraðila sinna eða sérfræðinefndar skv. 9. gr. laga um kynrænt sjálfræði óskað eftir breytingu á kenninafni sínu í tengslum við breytingu á skráðu kyni. Breyting samkvæmt þessari málsgrein getur einungis falist í að endingu kenninafns sé breytt til samræmis við kyn barnsins. Ef barnið fær hlutlausa skráningu kyns gildir ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 8. gr.
                  c.      F-liður 2. tölul. falli brott.
                  d.      B-liður 3. tölul. orðist svo: Orðið „kvenfangi“ í 1. mgr. 30. gr. laganna fellur brott.
                  e.      Í stað orðsins „Fangelsismálastofnun“ í 2. tölul. c-liðar 3. tölul. komi: forstöðumaður, í samráði við Fangelsismálastofnun.
                  f.      Efnismálsliður d-liðar 3. tölul. orðist svo: Þó getur forstöðumaður ákveðið annað ef brýnir hagsmunir fangans krefjast þess.
     16.      Í stað orðanna „eins fljótt og unnt er“ í lokamálslið ákvæðis til bráðabirgða I og II komi: tólf mánuðum.
     17.      Á eftir 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða II komi einn nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur er starfshópnum, m.a. í samvinnu við Barnaverndarstofu, umboðsmann barna og hagsmunasamtök hinsegin fólks, ætlað að endurskoða aldursviðmið til lækkunar vegna réttar til að breyta skráningu kyns.