Ferill 967. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1811  —  967. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um dráttarvexti í greiðsluskjóli.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvaða sveitarfélög hafa ekki fylgt þeim niðurstöðum dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 159/2017 að óheimilt sé að reikna dráttarvexti á kröfur þann tíma sem skuldara hefur verið skylt að fresta greiðslum samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að knýja á um að sveitarfélög fylgi niðurstöðum hins fyrrnefnda dóms með því að fella niður eða endurgreiða dráttarvexti af kröfum á hendur einstaklingum sem hafa sótt um greiðsluaðlögun? Ef svo er, hvernig?
     3.      Hvaða úrræði hafa almennir borgarar til að leita réttar síns þegar sveitarfélög hafa krafið þá um greiðslur gjalda eða vaxta af þeim í andstöðu við lög?


Skriflegt svar óskast.