Ferill 968. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1812  —  968. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um framkvæmd ákvæða um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hefur framkvæmd ákvæða um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri verið óbreytt frá því að lög nr. 13/2016 um breytingar á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, tóku gildi sem fela í sér rétt sjúklinga sem sjúkratryggðir eru á Íslandi til að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri? Ef ekki, hvaða þáttum hefur verið breytt, hvenær voru breytingar gerðar og hverjar voru röksemdirnar fyrir þeim?
     2.      Er framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/24/ESB frá 9. mars 2011 og tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2012/52/ESB frá 20. desember 2012 framfylgt með sama hætti innan annarra EES-ríkja annars vegar og hins vegar almennt innan aðildarríkja ESB?


Skriflegt svar óskast.