Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1821, 149. löggjafarþing 910. mál: verðbréfaviðskipti (reglugerðarheimild vegna lýsinga).
Lög nr. 68 25. júní 2019.

Lög um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum (reglugerðarheimild vegna lýsinga).


1. gr.

     Við 2. mgr. 54. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að setja ákvæði í reglugerð sem heimila Fjármálaeftirlitinu að taka gildar lýsingar, auk viðauka við þær, sem staðfestar hafa verið af lögbærum yfirvöldum á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal við útboð verðbréfa á almennum markaði eða þegar þau eru tekin til viðskipta og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2019.