Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1828  —  312. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um endurskoðendur og endurskoðun.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, ÓGunn, SilG).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum“ í 4. tölul. komi: ársreikningum og samstæðureikningsskilum.
                  b.      Í stað orðanna „ Fagleg gagnrýni“ í 9. tölul. komi: Fagleg tortryggni.
                  c.      Í stað orðanna „vegna þess að“ í 15. tölul. komi: vegna hættu á að.
                  d.      Orðin „þegar endurskoðandi hefur of mikla samúð með viðtöku verkefna“ í 16. tölul. falli brott.
     2.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu, að undanskilinni 4. mgr. 49. gr., komi, í viðeigandi beygingarfalli: endurskoðendaráð.
     3.      Í stað orðanna „brotið kært til lögreglu“ í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. komi: endurskoðendaráð taka brotið til viðeigandi meðferðar.
     4.      Við 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. bætist: samkvæmt lögum þessum.
     5.      Við 1. mgr. 14. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Góða endurskoðunarvenju skal túlka í samræmi við þær kröfur sem er að finna í lögum, reglum og alþjóðlegum stöðlum hverju sinni og það efni sem kennt er í íslenskum háskólum og lagt til grundvallar löggildingarprófum endurskoðenda hér á landi.
     6.      Í stað orðanna „staðar gögn sem endurskoðandi samstæðunnar geymir“ í 1. málsl. 7. mgr. 22. gr. komi: gögn hjá endurskoðanda samstæðunnar.
     7.      2. mgr. 30. gr. orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er endurskoðendaráði heimilt að láta viðkomandi lögbærum yfirvöldum sem hafa eftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum í té upplýsingar að því tilskildu að þau yfirvöld uppfylli kröfur um samsvarandi þagnarskyldu í sínu heimalandi.
     8.      33. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Eftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum.


                  Endurskoðendaráð annast eftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja samkvæmt fyrirmælum laga þessara og reglugerða og reglna settra á grundvelli þeirra.
     9.      Við 34. gr.
                  a.      Orðið „lögboðinni“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Ráðherra skipar þrjá einstaklinga í endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara og skulu þeir hafa þekkingu á sviðum sem tengjast endurskoðun. Skal formaður fullnægja skilyrðum til að vera skipaður í embætti héraðsdómara. Eins skal farið að um skipun varamanna.
                  c.      Fyrirsögn verði: Eftirlitsaðili.
     10.      Við 35. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Eftirlitið skal bera“ í 2. mgr. komi: Í eftirlitinu felst.
                  b.      Í stað orðanna „Eftirlitið ber“ í 3. mgr. komi: Í eftirlitinu felst.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Ákvarðanir endurskoðendaráðs um veitingu, niðurfellingu og sviptingu löggildingar endurskoðenda og starfsleyfa endurskoðunarfyrirtækja eru kæranlegar til ráðuneytisins. Aðrar ákvarðanir endurskoðendaráðs sæta ekki stjórnsýslukæru.
     11.      Við 37. gr.
                  a.      Orðin „kæru- og“ í 3. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „eftirlitinu“ í 4. mgr. komi: ráðinu.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Meðferð mála hjá endurskoðendaráði.
     12.      Við 38. gr.
                  a.      Í stað orðsins „eftirlitsins“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: endurskoðendaráðs.
                  b.      4. mgr. falli brott.
     13.      Í stað orðsins „stofnunarinnar“ í 1. málsl. 5. mgr. 40. gr. komi: ráðsins.
     14.      Í stað orðsins „eftirlitið“ í 1. mgr. 41. gr. og orðsins „stofnunin“ í 27. tölul. 49. gr. komi: ráðið.
     15.      Í stað orðanna „um endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum“ í 42. og 54. gr. komi: um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum sem tengjast almannahagsmunum og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/909/EB.
     16.      43. gr. orðist svo:
                  Endurskoðendaráð fer með eftirlit samkvæmt þessum kafla og er lögbært yfirvald í samræmi við 20. gr. reglugerðar (ESB) nr. 537/2014.
     17.      44. gr. orðist svo:
                  Endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki getur þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. reglugerðar (ESB) nr. 537/2014 veitt skattaþjónustu skv. i. og iv.-vii. lið a-liðar annarrar undirgreinar 1. mgr. og verðmatsþjónustu skv. f-lið annarrar undirgreinar 1. mgr. að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar.
     18.      Orðin „um endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum“ í 45. gr., þrívegis í 46. gr., 1. málsl. 1. mgr. 47. gr. og í 28. tölul. 49. gr. falli brott.
     19.      Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 4. mgr. 49. gr. komi: endurskoðendaráði.
     20.      Við 56. gr.     bætist tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
        2.      Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, með síðari breytingum: Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
                   a.     Í stað orðanna „Lög um endurskoðendur, nr. 79/2008“ í 1. málsl. kemur: Lög um endurskoðendur og endurskoðun.
                  b.     Við 2. málsl. bætist: og endurskoðun.
                  c.     Orðin „skv. 6. gr. laga nr. 79/2008“ í 3. málsl. falla brott.
        3.      Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum: 4. mgr. 70. gr. laganna fellur brott.