Ferill 977. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1836  —  977. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga Sjúkratrygginga Íslands um þjónustukaup.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvaða samningar eru í gildi hjá Sjúkratryggingum Íslands um þjónustukaup og voru í gildi á árunum 2016, 2017 og 2018 og hver er gildistími þeirra? Óskað er eftir yfirliti yfir alla samninga, líka þá sem eru útrunnir eða af öðrum ástæðum ekki lengur í gildi og í þeim tilvikum að tilgreindar séu ástæður þess.
     2.      Í hvaða tilvikum er samningstími samninga um þjónustukaup runninn út en samningur heldur gildi sínu á grundvelli ákvæða um sjálfvirka framlengingu sé ekki gerður nýr samningur?


Skriflegt svar óskast.