Ferill 954. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1848  —  954. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna).

(Eftir 2. umræðu, 14. júní.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „280.000 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 310.800 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „227.883 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 247.183 kr.
     c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eingreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga skal þó ekki telja til tekna lífeyrisþega.
     d.      Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Við útreikning sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærslu skv. 2. mgr. skal telja til tekna 65% af tekjum lífeyrisþega. Bætur samkvæmt lögum þessum og lögum um almannatryggingar skulu þó teljast að fullu til tekna við útreikning uppbótarinnar, að því undanskildu að ekki skal telja til tekna 50% af fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar skv. 21. gr. laga um almannatryggingar.

II. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.
2. gr.

    Á eftir 11. mgr. 16. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. er við útreikning á greiðslum skv. 17.–19. gr. og 21.–23. gr. laga þessara, sbr. einnig 13. gr. laga um félagslega aðstoð, heimilt að telja atvinnutekjur til tekna bótaþega einungis í þeim mánuði þegar þeirra er aflað. Skal Tryggingastofnun ríkisins við endurreikning bótafjárhæða, sbr. 7. mgr., gera samanburð á útreikningi heildargreiðslna hvers mánaðar, annars vegar miðað við 1/ 12 af atvinnutekjum ársins og hins vegar miðað við atvinnutekjur í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Beita skal þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
     a.      A–c-liður 1. gr. öðlast þegar gildi.
     b.      D-liður 1. gr. öðlast gildi 1. janúar 2019.
     c.      2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2019 en kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020 vegna tekna ársins 2019.