Ferill 981. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1851  —  981. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um auðkennaþjófnað á netinu.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða upplýsingar liggja fyrir hér á landi um tíðni auðkennaþjófnaðar á netinu?
     2.      Er til skilgreining á auðkennaþjófnaði? Er til sérstök skilgreining fyrir auðkennaþjófnað á samfélagsmiðlum eða samskiptamiðlum?
     3.      Hver eru viðurlög við auðkennaþjófnaði hér á landi?


Skriflegt svar óskast.