Ferill 790. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1885  —  790. mál.
Leiðréttur texti.

3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Smára McCarthy og Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir 4. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Bankaráðsfulltrúar skulu búa yfir staðgóðri þekkingu á stjórnsýslu og þeim lögum og reglum sem gilda um Seðlabankann. Leitast skal við að í bankaráði sitji á hverjum tíma fulltrúar með víðtæka þekkingu á íslensku efnahagslífi, fjármálamarkaði, stjórnun og rekstri.
                  b.      5.–6. málsl. 1. mgr. verði 2. mgr.
     2.      Á eftir b-lið 1. mgr. 8. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi:
                  c.      Staðfesta starfsreglur peningastefnunefndar, fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar, sbr. 11., 14. og 16. gr.
     3.      2. mgr. 15. gr. orðist svo:
                      Í fjármálaeftirlitsnefnd situr varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar sem ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar skipar til fimm ára í senn. Samsetning fjármálaeftirlitsnefndar skal vera þannig að nefndin búi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að vinna þau verkefni sem nefndinni eru falin. Ráðherra getur aðeins skipað sama mann í fjármálaeftirlitsnefnd tvisvar sinnum. Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits er formaður fjármálaeftirlitsnefndar og er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika staðgengill hans. Við töku ákvarðana um setningu starfsreglna skv. 2. mgr. 16. gr., ákvarðana um framsal valds til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits til töku ákvarðana sem teljast ekki meiri háttar ákvarðanir sem og ákvarðana sem varða eigið fé, laust fé og fjármögnun kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja tekur seðlabankastjóri sæti í fjármálaeftirlitsnefnd sem formaður nefndarinnar og er þá varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits staðgengill hans.
     4.      Í stað orðanna „af sex nefndarmönnum“ í 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. komi: nefndarmenn.
     5.      Við 1. málsl. 34. gr. bætist: þ.m.t. árangur markmiða.
     6.      Á eftir 35. gr. komi ný grein sem orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Ytra mat.

                  Á fimm ára fresti skal ráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hefur tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skal litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Einn sérfræðinganna skal hafa haldgóða þekkingu á íslensku efnahagslífi en hinir tveir skulu hafa víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegri fjármálastarfsemi og rekstri seðlabanka utan Íslands.
     7.      Við bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: 
                  a.      (VI.)
                      Fyrir lok árs 2021 skal ráðherra flytja Alþingi skýrslu þriggja óháðra sérfræðinga á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits um reynsluna af starfi nefnda Seðlabanka Íslands eftir gildistöku laganna, m.a. með hliðsjón af skiptingu verkefna á milli fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar. Meta skal sérstaklega reynsluna af varúðar- og viðskiptaháttaeftirliti innan bankans og mögulega orðsporsáhættu vegna þess.
                  b.      (VII.)
                      Úttekt skv. 36. gr. skal gera fyrsta sinni fyrir lok árs 2022.