Ferill 836. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1886  —  836. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um kvikmyndamenntun.


     1.      Hver er framtíðarsýn ráðherra um kvikmyndamenntun hér á landi?
    Ráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Mun hópurinn skila tillögum sínum fyrir lok ársins. Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

     2.      Hefur ráðuneytið mótað stefnu um kvikmyndamenntun og ef svo er, er Kvikmyndaskóli Íslands hluti af henni?
    Við mótun stefnu í kvikmyndamálum verður farið yfir núverandi stöðu og framtíðarmöguleika á öllum þeim sviðum sem nefnd eru í svari við fyrri lið fyrirspurnarinnar, og er Kvikmyndaskóli Íslands hluti af þeirri framtíðarsýn.