Ferill 916. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1894  —  916. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni um brottkast og meðafla við hrognkelsaveiðar.


     1.      Hver var skráður meðafli við hrognkelsaveiðar á vertíðunum 2015–2018, flokkað eftir vertíðum, fisktegundum og sömu svæðaskiptingu og notuð er í stjórn strandveiða?
    Leitað var upplýsinga frá Fiskistofu varðandi meðafla við hrognkelsaveiðar. Í svari Fiskistofu kemur fram að hrognkelsaveiðar skiptist niður á sjö veiðisvæði sem skarast að hluta við strandveiðisvæðin fjögur. Fiskistofa telur veruleg vandkvæði á að framkvæma greiningu á veiðum einstakra báta innan hvers veiðisvæðis til þess að greina hvernig veiðin skiptist milli strandveiðisvæða þar sem um skörun er að ræða og er það því ekki gert.
    Grásleppusvæði A skarast við svæði D og A í strandveiðum.
    Grásleppusvæði B og C falla undir strandveiðisvæði A.
    Grásleppusvæði D fellur undir strandveiðisvæði B.
    Grásleppusvæði E skarast við strandveiðisvæði B og C.
    Grásleppusvæði F fellur undir strandveiðisvæði C.
    Grásleppusvæði G fellur undir strandveiðisvæði D.
    Eftirfarandi er yfirlit (upplýsingar frá Fiskistofu) um magn meðafla við hrognkelsaveiðar á vertíðunum 2015–2018, flokkað eftir vertíðum, fisktegundum og sömu svæðaskiptingu og notuð er við stjórn hrognkelsaveiða.

Úr sjó kg

Svæði

Ár Fisktegund A B C D E F G Samtals
2015 Grálúða 5 7 12
2015 Grásleppa 329.376 1.163.624 154.731 804.751 1.939.237 1.076.690 162.998 5.631.407
2015 Grásleppuhrogn 306 899 4.258 114.898 120.361
2015 Hákarl 890 890
2015 Hlýri 155 685 192 1.032
2015 Karfi/Gullkarfi 7 19 108 24 77 235
2015 Keila 9 953 38 6 1.006
2015 Landselur 152 152
2015 Langa 6 4 1.110 3 34 1.157
2015 Lýsa 15 2 17
2015 Rauðmagi 755 640 921 674 4.379 2.743 207 10.319
2015 Sandhverfa 2 2
2015 Sandkoli 1 1 1 3
2015 Skarkoli 358 10.186 3.621 6.880 8.809 4.489 2.313 36.656
2015 Skata 9 9
2015 Skötuselur 28 49 60 27 164
2015 Steinbítur 1.177 744 1.794 325 998 214 147 5.399
2015 Tindaskata 1.526 38 3 752 222 2.541
2015 Ufsi 248 8 161 217 13.761 58 3.835 18.288
2015 Vogmær 3 3
2015 Ýsa 9 2 2 752 2.069 3.826 2 6.662
2015 Þorskur 11.140 8.532 18.926 56.088 135.717 37.568 8.732 276.703
2015 Þykkvalúra/Sólkoli 10 90 106 109 9 324
2016 Djúpkarfi 8 8
2016 Gaddakrabbi 1 1
2016 Grálúða 7 7
2016 Grásleppa 481.491 797.591 133.518 993.187 2.195.364 429.133 197.088 5.227.372
2016 Grásleppuhrogn 357 5.050 15.309 20.716
2016 Hákarl 4.111 4.111
2016 Hlýri 39 376 45 460
2016 Karfi/Gullkarfi 233 1 234
2016 Keila 18 43 8 42 50 161
2016 Kúfiskur/ Kúskel 2.718 2.718
2016 Langa 210 1 3 14 228
2016 Litli karfi 1 1
2016 Lýsa 4 1 5
2016 Rauðmagi 1.089 400 538 2.611 2.939 1.784 498 9.859
2016 Sandhverfa 2 2 1 5
2016 Skarkoli 29 8.468 1.783 3.057 7.383 7.776 1.890 30.386
2016 Skata 16 4 20
2016 Skötuselur 721 22 8 751
2016 Steinbítur 908 70 2.259 439 774 404 179 5.033
2016 Tindaskata 36 798 428 12 1.274
2016 Ufsi 4 6.915 4 217 1.387 450 361 9.338
2016 Ýsa 23 476 2.434 6.543 55 9.531
2016 Þorskur 10.190 11.942 9.296 63.804 146.665 55.747 7.712 305.356
2016 Þykkvalúra/Sólkoli 22 5 69 234 25 355
2017 Grálúða 4 5 9
2017 Grásleppa 299.996 1.473.292 81.019 453.181 1.431.588 598.637 139.115 4.476.828
2017 Hákarl 4.183 4.183
2017 Hlýri 120 460 31 611
2017 Karfi/Gullkarfi 54 4 8 66
2017 Keila 14 82 13 109
2017 Kúfiskur/Kúskel 1.402 1.402
2017 Langa 6 21 27
2017 Lúða 41 5 46
2017 Lýr 2 2
2017 Lýsa 3 3
2017 Rauðmagi 656 836 114 2.674 2.585 240 302 7.407
2017 Sandhverfa 2 6 8
2017 Sandkoli 5 4 17 26
2017 Skarkoli 84 15.565 6.979 4.271 9.080 7.614 4.102 47.695
2017 Skata 7 14 21
2017 Skötuselur 32 833 10 29 206 1.110
2017 Steinbítur 825 1.577 1.162 434 4.513 393 68 8.972
2017 Tindaskata 226 67 214 28 20 555
2017 Ufsi 378 162 33 375 2.471 22 3.441
2017 Ýsa 449 4.386 6.898 11.733
2017 Þorskur 9.459 27.345 8.747 61.239 238.883 52.555 19.199 417.427
2017 Þykkvalúra/Sólkoli 230 6 38 335 45 654
2018 Djúpkarfi 3 3
2018 Grálúða 4 5 9
2018 Grásleppa 420.264 961.002 100.794 796.721 1.542.248 470.536 139.163 4.430.728
2018 Hlýri 39 308 53 400
2018 Karfi/Gullkarfi 86 7 24 8 125
2018 Keila 99 54 153
2018 Langa 9 3 12
2018 Lúða 4 4
2018 Lýr 15 15
2018 Lýsa 36 36
2018 Rauðmagi 1.184 1.105 89 4.360 3.155 468 302 10.663
2018 Sandhverfa 8 8
2018 Sandkoli 3 24 27
2018 Skarkoli 61 7.241 2.718 8.725 9.076 4.453 177 32.451
2018 Skata 4 4
2018 Skötuselur 8 17 15 40
2018 Steinbítur 604 215 576 178 2.054 141 60 3.828
2018 Tindaskata 78 5 360 40 46 529
2018 Ufsi 1.128 143 2.187 6 14 3.478
2018 Ýsa 1.237 6.951 2.790 10.978
2018 Þorskur 13.137 31.681 6.679 106.101 204.738 114.193 6.583 483.112
2018 Þykkvalúra/Sólkoli 4 18 2 41 226 11 302
Samtals 1.586.097 4.537.250 537.574 3.388.800 8.059.958 2.895.359 695.474 21.700.512

     2.      Hversu mörg mál komu til meðferðar hjá stjórnvöldum vegna gruns um brottkast við hrognkelsaveiðar á framangreindu árabili, flokkað eftir vertíðum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er skiptingin milli ára eftirfarandi:
    Mál árið 2015: Ekkert mál til meðferðar.
    Mál árið 2016: 1 mál kom til meðferðar, ekkert aðhafst.
    Mál árið 2017: Ekkert mál til meðferðar.
    Mál árið 2018: 3 mál til meðferðar, 2 sviptir veiðileyfi, 1 formleg áminning.
    Í meðferð það sem af er árið 2019: 8 mál.

     3.      Í hve mörgum málum á sama árabili voru útgerðaraðilar hrognkelsaveiðibáta ákærðir og dæmdir fyrir brottkast við veiðarnar?
    Sjá svar við 2. tölul.