Ferill 832. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1898  —  832. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um flotvörpuveiðar á íslenskri sumargotssíld.


     1.      Á hvaða svæðum og tímabilum leyfðist íslenskum skipum að stunda veiðar með flotvörpu úr íslenska sumargotssíldarstofninum á árunum 2000–2019? Svæði óskast sýnd á kortum.
    Heimilt er að stunda síldveiðar með flotvörpu í íslenskri lögsögu utan 12 mílna landhelgi. Veiðitímabilið var fyrst frá 15. október til 15. febrúar, en síðar frá 1. september til 31. maí.
    Frá árinu 2005 hefur verið óheimilt að stunda síldveiðar með flotvörpu á svæðum þar sem togveiðar með fiskibotnvörpu eru bannaðar með nokkrum undantekningum, mjög breytilegt eftir árum, eða þar sem áskilin er notkun smáfiskaskilju við togveiðar með fiskibotnvörpu (sjá meðfylgjandi kort í viðhengi).

     2.      Hver var árleg heildarveiði íslenskra skipa á íslenskri sumargotssíld á árunum 2000– 2019?
    Á árunum 2000–2008 veiddust vel yfir 100 þús. tonn öll árin að árinu 2002 undanskildu, aflinn fór mest í tæp 150 þús. tonn árið 2008. Frá árinu 2009 hefur síldaraflinn ávallt verið innan við 100 þús. tonn, fór mest í tæp 100 þús. tonn árið 2009, en minnst í um 35 þús tonn árið 2017 (sjá meðfylgjandi svar Fiskistofu í viðhengi).

     3.      Hversu mikið veiddu íslensk fiskiskip af íslenskri sumargotssíld í flotvörpu árlega 2000– 2019? Svar óskast gefið upp í tonnum og prósentuhlutfalli af heildarveiði þessara skipa úr stofninum hvert fiskveiðiár.
    Á árunum 2000–2006 var síldveiði í flotvörpu frá um 24% upp í 64% af lönduðum afla. Frá 2007–2013 var síldveiði í flotvörpu frá innan við 1% upp í 16% af lönduðum afla. Frá 2014–2018 var síldveiði í flotvörpu frá um 85% upp í 100% af lönduðum afla (sjá meðfylgjandi svar Fiskistofu í viðhengi).
    Myndin sýnir mörk 200 sjómílna efnahagslögsögu og mörk 12 sjómílna landhelgi.
    Síldveiðar með flotvörpu í íslenskri lögsögu eru heimilar utan 12 sjómílna landhelgi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.