Ferill 801. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1910  —  801. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, ÞórP, GuðmT, SÞÁ, KÓP, AKÁ, BÁ, JSV).


     1.      3. málsl. 1. mgr. 3. gr. orðist svo: Hæfniviðmiðum fyrir kennara og skólastjórnendur er skipt í viðmið um almenna hæfni, sbr. 4. gr. og sérhæfða hæfni, sbr. 5. gr.
     2.      Í stað orðanna „Almennur rammi fyrir hæfni“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. komi: Rammi fyrir almenna hæfni.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „eða“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: og.
                  b.      3. mgr. falli brott.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Sérhæfð hæfni kennara og skólastjórnenda.
     4.      Á eftir 7. gr. komi ný grein sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Reglugerðarheimild.

                  Í reglugerð sem ráðherra gefur út er nánar lýst hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Í henni skal m.a. kveðið á um hæfni kennara í íslensku. Kennararáð, sbr. 7. gr., gerir tillögur um innihald og endurskoðun reglugerðarinnar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
     5.      Á undan orðunum „frá háskóla“ í a-lið 3. mgr. 8. gr. komi: samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.
     6.      2. málsl. 3. mgr. 11. gr. orðist svo: Við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.
     7.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samkvæmt auglýsingu um útgáfu viðmiða“ í lokamálslið 1. mgr. komi: samkvæmt viðmiðum.
                  b.      Í stað orðanna „sérfræðinga/kennara“ í 2. mgr. komi: sérfræðinga eða kennara.
     8.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðanna „2020–2021“ í 2. mgr. komi: 2021–2022.
                  b.      Í stað orðanna „nýrra laga“ í 3. mgr. komi: laga þessara.