Ferill 801. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1911  —  801. mál.
Breyttur texti.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Frá Þórarni Inga Péturssyni.


     1.      1. mgr. 19. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020 nema ákvæði til bráðabirgða sem öðlast þegar gildi. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008.
     2.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ráðherra skipar samráðshóp til að fjalla um framkvæmd og innleiðingu laganna. Í hópnum skulu vera fulltrúar leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, Kennarasambands Íslands, skólastjórnenda, menntavísindasviðs Háskóla Íslands og menntavísindasviðs Háskólans á Akureyri. Samráðshópurinn skilar niðurstöðum sínum til ráðherra fyrir 1. desember 2019 og gerir allsherjar- og menntamálanefnd grein fyrir framvindu starfa sinna fyrir 15. október 2019.