Ferill 270. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1917  —  270. mál.
Viðbót.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um póstþjónustu.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (JónG, LínS, ATG, VilÁ, KGH, BergÓ, RBB).


     1.      Við 4. gr.
                  a.      4. tölul. orðist svo: Ábyrgðarsending: Póstsending sem póstrekandi ábyrgist með fyrir fram ákveðnum skilmálum.
                  b.      Við bætast tvær nýjar orðskýringar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
                      1.      Erlend póstsending: Póstsending til landsins, innan alþjónustu.
                      2.      Sendandi: Einstaklingur eða lögaðili sem sendir póstinn upphaflega, sbr. þó ákvæði 9. mgr. 27. gr.
     2.      Í stað orðanna „skráð í þjóðskrá“ í 1. mgr. 10. gr. komi: sem skráð er sem lögheimili og eða aðsetur í þjóðskrá eða heimilisfang í fyrirtækjaskrá.
     3.      Í stað orðanna „samningi eða útnefningu“ í 3. mgr. 11. gr. komi: samningi, útnefningu eða útboði.
     4.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Kostnaður vegna alþjónustu“ í 6. mgr. komi: Hreinn kostnaður vegna alþjónustukvaðar.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Þrátt fyrir 1. mgr. getur póstrekandi sem er útnefndur, sbr. 11. gr., ekki farið þess á leit að honum verði með fjárframlögum tryggt endurgjald fyrir þjónustu vegna erlendra póstsendinga, sbr. 3. og 10. mgr. 17. gr.
     5.      Við 2. mgr. 13. gr. bætist: enda hafi viðkomandi aðilar ekki náð samkomulagi um gjald fyrir aðgang eða skilyrði þar að lútandi.
     6.      Við 1. mgr. 14. gr. bætist: og fer um þá kvöð skv. III. kafla.
     7.      Fyrri málsliður 15. gr. orðist svo: Póst- og fjarskiptastofnun ákvarðar landfræðileg mörk póstnúmera og gefur út póstnúmeraskrá og landfræðilega þekju póstnúmera.
     8.      Við 17. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                       Gjaldskrá fyrir alþjónustu skal vera sú sama um allt land.
                  b.      Í stað orðanna „pakkasendinga til landsins“ í 3. mgr. komi: erlendra póstsendinga.
                  c.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Alþjónustuveitandi skal að því er varðar gjaldskrár vegna erlendra póstsendinga gera Póst- og fjarskiptastofnun grein fyrir kostnaðargrundvelli gjaldskrár eigi síðar en fimm virkum dögum áður en hún tekur gildi.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Gjald sem alþjónustuveitanda er heimilt að leggja á erlendar póstsendingar skv. 3. mgr. skal greitt af viðtakanda sendingar.
     9.      Við 18. gr.
                  a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Slíkum breytingum á gjaldskrá skal fylgja fullnægjandi rökstuðningur.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Póst- og fjarskiptastofnun hefur 30 virka daga til að bregðast við tilkynningum um breytingu á gjaldskrá.
     10.      Í stað 3. mgr. 24. gr. komi fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Póstrekanda er heimilt að senda hérlendum og erlendum tollyfirvöldum, flutningsaðila eða póstrekanda erlendis upplýsingar skv. a–e-lið til að flýta fyrir tollafgreiðslu sendinga og tryggja öryggi póstflutninga á sjó, landi og í lofti eða með vísan til allsherjarreglu:
                  a.      tengiupplýsingar um sendanda,
                  b.      tengiupplýsingar um viðtakanda,
                  c.      upplýsingar um innihald,
                  d.      upplýsingar um verðmæti,
                  e.      upplýsingar um auðkenni póstsendingar.
                      Póstrekanda er heimilt að taka við upplýsingum skv. 3. mgr. frá sömu aðilum og þar er getið.
                      Ráðherra getur með reglugerð ákveðið, að höfðu samráði við Persónuvernd, að heimila sendingu og viðtöku á öðrum upplýsingum en skv. a–e-lið 3. mgr. og ákveða í hvaða tilgangi heimilt er að senda upplýsingar skv. 3. mgr.
                      Vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum skal uppfylla kröfur laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
     11.      Við 38. gr.
                  a.      Síðari málsliður 1. mgr. falli brott.
                  b.      4. mgr. falli brott.
     12.      1. málsl. 1. mgr. 40. gr. orðist svo: Brot á ákvæðum 2. og 3. mgr. 9. gr. og 19., 20., 23., 24., 29. og 30. gr. og reglugerða settra samkvæmt þeim varða sektum.
     13.      Við 41. gr.
                  a.      Í stað orðanna „notkun póstlúðurs“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: notkun auðkennisins póstlúður.
                  b.      Orðin „þar á meðal um staðsetningu bréfakassa í dreifbýli“ í 6. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „afhendingu á afgreiðslustað póstrekanda eða tiltekinni aðstöðu“ í 1. tölul. 2. mgr. komi: öðrum hætti.
                  d.      Síðari málsliður 1. tölul. 2. mgr. falli brott.
     14.      Við 42. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði til bráðabirgða þegar gildi.
     15.      Í stað orðanna „tveimur mánuðum fyrir gildistöku laga þessara“ í ákvæði til bráðabirgða komi: 1. nóvember 2019.
     16.      Fyrirsögn I. viðauka orðist svo: Gæðakröfur fyrir póstsendingar milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins.