Ferill 647. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1921  —  647. mál.
Leiðréttur texti.

3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat, úthlutun eldissvæða o.fl.).

Frá Bergþóri Ólasyni og Sigurði Páli Jónssyni.


    B-liður 24. gr. orðist svo:
    Um meðferð umsókna um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á hafsvæðum sem hafa verið metin til burðarþols, sem bárust fyrir gildistöku ákvæðis þessa og þar sem málsmeðferð samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, er lokið, skilað hefur verið inn frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar skv. 9. gr. laganna, eða um er að ræða breytingu eða viðbætur við þegar útgefið rekstrarleyfi, fer eftir eldri ákvæðum laganna hvað varðar meðferð og afgreiðslu umsókna.