Ferill 996. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1950  —  996. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um svæðalokanir til verndunar smáfiski.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu margar skyndilokanir hafa verið árlega sl. 10 ár, 2009–2018, og hve oft hafa þær staðið í annars vegar eina og hins vegar tvær vikur á hverju ári?
     2.      Hversu margar reglugerðarlokanir hafa verið árlega sl. 10 ár, 2009–2018, og hversu lengi hafa þær staðið á hverju ári?
     3.      Hve margir sinntu að jafnaði daglegu starfi tengdu framangreindum lokunum árlega sl. 10 ár:
                  a.      hjá Fiskistofu,
                  b.      hjá Hafrannsóknastofnun?
     4.      Hver hefur verið árlegur eftirlits- og stjórnunarkostnaður við framangreindar lokanir á þessu 10 ára tímabili:
                  a.      hjá Fiskistofu,
                  b.      hjá Hafrannsóknastofnun?
     5.      Hve mikið hefur verið greitt í kostnað vegna auglýsinga í útvarpi vegna lokana og til Landhelgisgæslu vegna upplýsingagjafar árlega sl. 10 ár og hverjir hafa greitt kostnaðinn?
     6.      Hve mikið hafa útgerðir og einyrkjar greitt Fiskistofu í tengslum við eftirlit og mælingar þeirra sem tengjast smáfiskafriðun árlega sl. 10 ár?
     7.      Hver er ávinningurinn af lokunum til verndar smáfiski og hvernig hefur hann verið metinn?


Skriflegt svar óskast.