Ferill 997. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1951  —  997. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um skógræktardag skólafólks.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu oft hefur skógræktarstjóri nýtt sér heimildir 1. gr. laga nr. 13/1952, um skógræktardag skólafólks, á undanförnum árum? Hvenær var þeirri heimild beitt síðast?
     2.      Hversu oft hefur 3. gr. laganna verið beitt á undanförnum árum og í hvaða tilvikum var það gert?
     3.      Sér ráðherra fyrir sér að hægt verði að beita heimildum þessara laga til þess að hjálpa til við skógrækt í því skyni að ná umhverfismarkmiðum?


Skriflegt svar óskast.