Ferill 1005. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1961  —  1005. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um stjórnvaldssektir og dagsektir.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hver var fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018?
     2.      Hversu margir voru þolendur ákvarðananna, skipt í einstaklinga og lögaðila?
     3.      Hver var upphæð sektanna í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári?
     4.      Hversu margar þessara sekta voru innheimtar, hversu margar voru felldar niður eða lokið með öðrum hætti? Hversu mörgum þeirra var skotið til æðra stjórnvalds og hver voru afdrif málsins?


Skriflegt svar óskast.