Ferill 1011. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1967  —  1011. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um verktakakostnað lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver hefur kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið vegna aðkeyptrar ráðgjafar og þjónustu verktaka á árunum 2010–2017?
     2.      Fyrir hvaða verkefni var þjónustan keypt, af hverjum og hve háar voru greiðslur til hvers og eins?
     3.      Hverjir voru skráðir stjórnarmenn lögaðila sem þjónustan var keypt af á hverjum tíma?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.