Ferill 1018. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1974  —  1018. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um lögheimilisskráningu barna.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Telur ráðherra það samræmast barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákvæði um að óheimilt sé að mismuna börnum á nokkurn hátt vegna aðstæðna þess, foreldris þess eða lögráðamanns ef barni, sem fætt er á Íslandi, er neitað um lögheimilisskráningu?
     2.      Á hvaða lagaheimildum byggir Útlendingastofnun ákvarðanir sem leiða til synjunar um lögheimilisskráningu barna sem fædd eru á Íslandi en eiga erlenda foreldra? Svar óskast sundurliðað m.a. eftir því hvort foreldrar barnsins eru umsækjendur um alþjóðlega vernd, umsækjendur um dvalarleyfi, umsækjendur um endurnýjun dvalarleyfis eða hefur verið synjað um slíka endurnýjun, ríkisfangslausir einstaklingar eða einstaklingar sem dveljast hér á landi með útrunnið dvalarleyfi eða hafa fengið dvalarleyfi sitt afturkallað.


Skriflegt svar óskast.