Ferill 1020. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1977  —  1020. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um gerðabækur fyrir nauðungarsölur.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um skráningu sýslumanna í gerðabók á atriðum er varða meðferð beiðna um nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga?
     2.      Hvaða form er á gerðabókum fyrir nauðungarsölur? Hvaða stöðluðu form eru notuð og hvernig er skráningum í gerðabók háttað, þar á meðal hvenær þær eru handskrifaðar eða tölvufærðar á mismunandi stigum málsmeðferðar?
     3.      Þegar færsla í gerðabók er handskrifuð, getur fleiri en sá fulltrúi sem framkvæmir gerðina ritað um hana í gerðabók?
     4.      Ef færsla í gerðabók er handskrifuð á staðlað eyðublaðsform, hvernig er tryggt að ekki sé hægt bæta upplýsingum eftir á inn á auð svæði á slíku eyðublaðsformi?
     5.      Hver er þýðing undirritunar gerðarþola í gerðabók, umfram það að staðfesta að gerðarþoli hafi verið viðstaddur gerðina?
     6.      Hvaða réttaráhrif getur röng skráning í gerðabók haft í för með sér? Getur gerðarþoli borið ábyrgð á því ef færsla er ranglega skráð í gerðabók?
     7.      Hver er réttur gerðarþola til að fá afhent ljósrit af handskrifuðum færslum í gerðabók sýslumanns vegna meðferðar nauðungarsölumáls?
     8.      Hvaða réttarúrræði standa til boða fyrir gerðarþola sem telur sig geta fært sönnur á að skráning í gerðabók sýslumanns vegna meðferðar nauðungarsölumáls sé röng eða hafi verið fölsuð, þannig að það geti haft í för með sér áhrif á réttarstöðu hans, samkvæmt nánar tilteknum lagaákvæðum og reglum þar að lútandi?


Skriflegt svar óskast.