Ferill 1021. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1978  —  1021. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vexti, gengistryggingu o.fl.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Frá hvaða lánastofnunum stafa þær upplýsingar sem Seðlabanki Íslands byggir ákvarðanir um vexti á, sbr. 4. og 10. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og hvers vegna eru lánakjör lífeyrissjóða ekki höfð til hliðsjónar?
     2.      Hver var annars vegar fjöldi og hins vegar heildarfjárhæð óverðtryggðra lána fjármálafyrirtækja til heimila með veði í íbúð fram að gildistöku svokallaðra neyðarlaga, nr. 125/2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum svo langt aftur sem gögn ná.
     3.      Hvenær óskaði ráðuneytið eftir álitum Aðalsteins E. Jónassonar hrl., dags. 17. júní 2010, og Jóhannesar Karls Sveinssonar hrl., dags. 20. júní 2010, um dóma Hæstaréttar í málum um gengistryggingu, ásamt viðbótarminnisblaði Aðalsteins, dags. 21. júní 2010, um mögulega skaðabótaábyrgð ríkisins vegna viðbragða við þeim dómum? Hvers vegna var þeirra aflað? Kemur til greina að birta álitin opinberlega og eftir atvikum önnur gögn um málið?
     4.      Hvaða upplýsingar og gögn liggja fyrir um tilefni, aðdraganda og útfærslu á tilmælum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til fjármálafyrirtækja vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða nr. 20/2010 frá 30. júní 2010?
     5.      Hvenær má búast við að þau bráðabirgðaákvæði sem bættust við lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með lögum nr. 151/2010 verði endurskoðuð?


Skriflegt svar óskast.