Ferill 1023. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1980  —  1023. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rafrænar þinglýsingar.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hverjir teljast vera helstu hagsmunaaðilar í skilningi 12. gr. reglugerðar um rafrænar þinglýsingar, nr. 360/2019?
     2.      Við hvaða hagsmunaaðila hefur verið haft samráð skv. 12. gr. reglugerðar nr. 360/2019, við hverja stendur til að hafa samráð, hverja ekki og hvers vegna?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra gæta jafnræðis milli ólíkra hagsmunaaðila við samráð skv. 12. gr. reglugerðar nr. 360/2019?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja aðkomu fulltrúa einstaklinga, sem eru aðilar að veðsamningum, að samráði skv. 12. gr. reglugerðar nr. 360/2019?
     5.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að aðrir en þinglýstir veðkröfuhafar geti sannað rétt sinn til veðréttinda sem þeir gætu viljað leiðrétta skráningu á skv. 12. gr. reglugerðar nr. 360/2019, ef ekki með framvísuðu frumriti veðbréfs árituðu um framsal?
     6.      Hvernig geta einstaklingar sem eru aðilar að veðsamningum leitað leiðréttingar á skráningu kröfuhafa í þeim tilvikum þegar skráning þeirra kann að vera röng?


Skriflegt svar óskast.