Ferill 748. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1984  —  748. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um ríkisstofnanir og hlutafélög í eigu ríkisins.


     1.      Hver er heildarfjöldi opinberra starfsmanna hjá Stjórnarráðinu, ríkisstofnunum og hlutafélögum í eigu ríkisins og hvernig hefur starfsmannafjöldi þeirra þróast sl. 10 ár?
    Heildarfjölda opinberra starfsmanna hjá Stjórnarráðinu, ríkisstofnunum og opinberum hlutafélögum í eigu ríkisins árin 2009–2018 eða sl. 10 ár má sjá í eftirfarandi yfirliti. Yfirlitið sýnir stöðugildi ár hvert eða sama og ársverk í dagvinnu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Yfirlitið sýnir fyrst fjölda stöðugilda á ári samkvæmt launakerfi Fjársýslu ríkisins. Launakerfið nær til ráðuneyta og stofnana í A-hluta ríkissjóðs og fyrirtækja í B-hluta, sem eru í launakerfi Fjársýslu.
    Heildarfjöldi stöðugilda var 18.153 á árinu 2009 en er 17.671 árið 2019 og er það fækkun um 481 stöðugildi eða -2,7% á tímabilinu. Helstu breytingar á tímabilinu eru að málefni fatlaðra fóru frá ríkinu til sveitarfélaga um áramótin 2010/2011 og fækkaði stöðugildum um 940 vegna þess. Önnur kerfisbreyting var þegar ÁTVR og ÍSOR fóru úr miðlægu kerfi um áramótin 2015/2016 en þá fækkað stöðugildum um 300. Að teknu tilliti til þessa og án málefna fatlaðra, ÁTVR og ÍSOR væri fjölgun um 4,8%.
    Ráðuneytið hefur áður leitað til opinberra hlutafélaga til að fá upplýsingar um fjölda starfa hjá þeim. Svarið miðar við fyrri upplýsingar frá þeim. Félögin eru Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf., Isavia ohf., Matís ohf., Neyðarlínan ohf., Orkubú Vestfjarða ohf., Rarik ohf., Íslandspóstur ohf., Ríkisútvarpið ohf., NLSH ohf. og Flugstoðir ohf. (ár 2009) og Keflavíkurflugvöllur ohf. (ár 2009). Fjöldi stöðugilda hjá opinberum hlutafélögum var 2.113 samtals á árinu 2009 en var kominn í 2.619 árið 2018. Skýringin er sú að hjá Isavia ohf. fjölgaði stöðugildum um 515 árin 2010–2018, en önnur félög breyttust minna.

     2.      Hverjar eru stofnanir ríkisins og hvernig skiptast þær eftir ráðuneytum?
    Stofnanir hér upptaldar eru allar í A-hluta ríkisjóðs og eftirfarandi upplýsingar byggja á þeim upplýsingum sem til eru í Orra, fjárhags- og upplýsingakerfum ríkisins. Að auki eru ríkisfyrirtæki í B-hluta, en þau eru ekki meðtalin í eftirfarandi töflu.
    Fjárlagaliðir ríkissjóðs árið 2019 eru flokkaðir og skilgreindir og eftirfarandi fjárlagaliðir teljast til stofnana og er þá litið til þátta eins og hvort stöðugildi er skráð í launakerfi ríkisins, undir stjórn forstöðumanns eða eðlis starfseminnar. Taflan sýnir skiptingu stofnana eftir ráðuneytum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver er fjöldi starfsmanna eða stöðugilda í hverri framangreindra stofnana?

    Yfirlitið sýnir fjölda stöðugilda í stofnunum og ráðuneytum, ásamt aðalskrifstofu í hverju ráðuneyti, samkvæmt sömu flokkun og í svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar og miðað við stöðugildi í febrúar 2019 samkvæmt launakerfi Fjársýslu ríkisins.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hver er fjöldi opinberra hlutafélaga, sjálfseignarstofnana og lögaðila sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins?
    Í ríkisreikningi ársins 2017 er birt yfirlit yfir opinber hlutafélög og lögaðila í eigu ríkisins. Ríkisfyrirtæki í B-hluta eru níu talsins og í C-hluta eru skráð 23 fyrirtæki, átta þeirra eru opinber hlutafélög (ohf.). Þar að auki á ríkissjóður eða stofnanir ríkisins tíu hlutdeildarfélög eða önnur félög. Frá því að ríkisreikningur 2017 var birtur hefur ríkið selt sinn hlut í Lyfju og Arion banka og teljast þau þar af leiðandi ekki með. Ríkið og stofnanir þess eiga ekki sjálfseignarstofnanir en í sumum tilvikum hefur ríkið lagt fé í sjálfseignarstofnanir.
     5.      Er í gildi áætlun um einföldun á stofnanaumhverfi og hagræðingu í ríkisrekstri?
    Í fjármálaáætlun og fjárlögum síðustu ára kemur fram stefna fjármála- og efnahagsráðuneytisins um samvinnu og samrekstur stofnana. Ekki er í gildi samþykkt áætlun um einföldun á stofnanaumhverfi og hagræðingu í ríkisrekstri en það er stefna ráðuneytisins að ávallt sé unnið að framgangi verkefna sem miða að því að bæta gæði þjónustu og skila hagræðingu í rekstri. Unnið hefur verið að margs konar hagræðingarverkefnum í ráðuneytinu að undanförnu undir merkinu Stafrænt Ísland. Töluverð hagræðing náðist með nýjum samningum um hugbúnaðarleyfi og endurskipulagning hefur farið fram hjá Ríkiskaupum. Þá er unnið að svokölluðu endurmati útgjalda í einstökum málaflokkum í ráðuneytinu en það myndar grunn fyrir endurskipulagningu í hagræðingarskyni.