Ferill 939. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1994  —  939. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað ráðuneytisins vegna þriðja orkupakkans.


     1.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins á þessu ári vegna aðkeyptrar innlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum (sbr. 777. mál yfirstandandi þings) og hvernig skiptast greiðslur þess kostnaðar milli íslenskra aðila?
    Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar innlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum nemur alls 7.635.920 kr. Þar af voru 2.409.080 kr. greiddar samkvæmt reikningum á árinu 2018, en annað greitt samkvæmt reikningum á þessu ári. Greiðslurnar sundurliðast sem hér segir:

Marag ehf., Stefán Már Stefánsson 2.756.520 kr.
Hodos slf., Friðrik Árni Friðriksson Hirst 1.776.880 kr.
Thales slf., Davíð Þór Björgvinsson 927.520 kr.
Skúli Magnússon 1.500.000 kr.
Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR 675.000 kr.
Samtals 7.635.920 kr.

     2.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins á þessu ári vegna aðkeyptrar erlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum og hvernig skiptist sá kostnaður í ritlaun, ferðakostnað og annan kostnað?
    Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar erlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum nemur alls 8.470.737 kr. (gengi m.v. greiðsludag, 31. maí 2019). Leitað var til eins erlends aðila, Prof. Dr. Carls Baudenbacher, og nam reikningur hans alls 61.249 evrum sem sundurliðast sem hér segir:

Ritlaun 44.000 €
Endurgjald fyrir ferðatíma og vinnuframlag á Íslandi 14.400 €
Ferðakostnaður 2.328 €
Gistikostnaður á Íslandi 521 €

     3.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins á þessu ári vegna kynningar á þriðja orkupakkanum og hvernig skiptist sá kostnaðar í ferðakostnað ráðherra og fylgdarliðs, útgáfukostnað og annan kostnað?
    Enginn kostnaður hefur fallið til á árinu vegna kynningar á þriðja orkupakkanum.