Ferill 701. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1998  —  701. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um launabreytingar forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjar eru heildarlaunabreytingar forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins frá því að þeir voru færðir undan kjararáði og hver var rökstuðningurinn fyrir þeim breytingum? Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum þar sem jafnframt komi fram heildarlaunakjör hvers stjórnanda og dagsetning og fjárhæð þeirra breytinga sem orðið hafa á þeim á tímabilinu.

    Heildarlaunabreyting framkvæmdastjóra fyrirtækja í eigu ríkisins kemur fram í eftirfarandi yfirliti. Launaákvörðun er færð frá kjararáði frá 1. júlí 2017 og yfirlitið sýnir heildarlaun ásamt bifreiðahlunnindum/bifreiðastyrk eins og þau voru fyrir 1. júlí 2017 til samanburðar við launin í apríl 2019.

Júní 2017 Apríl 2019 Breyting
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. 1.308.736 1.425.658 116.922
Isavia ohf. 1.747.891 2.507.782 759.891
Íslandsbanki hf. 4.811.196 3.865.187 –946.009
Íslandspóstur ohf. 1.435.941 2.120.941 685.000
Landsbankinn hf. 2.089.093 3.800.000 1.710.907
Landskerfi bókasafna hf. 1.017.277 1.144.087 126.810
Landsnet hf. 1.727.000 2.880.000 1.153.000
Landsvirkjun 2.089.087 3.404.996 1.315.909
Matís ohf. 1.472.407 1.472.407
Neyðarlínan ohf. 1.260.000 1.572.000 312.000
Nýr Landspítali ohf. 1.308.774 1.506.023 –197.249
Orkubú Vestfjarða ohf. 1.528.000 1.798.008 270.008
Rannsókna- og háskólanet Íslands hf. 831.764 831.764
Rarik ohf. 1.502.165 1.935.000 432.835
Ríkisútvarpið ohf. 1.540.457 1.978.518 438.061
Vigdísarholt ehf. 814.026 897.279 83.253
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. 1.433.105 1.336.000 – 97.105

    Ráðuneytið býr ekki yfir miðlægum upplýsingum um laun stjórnenda í félögum í eigu ríkisins. Kallað var eftir upplýsingum frá félögunum um launakjör framkvæmdastjóra og byggt er á svörum sem fyrirtækin hafa veitt fjármála- og efnahagsráðuneyti. Bréf til ráðuneytisins frá félögunum voru birt á netinu 6. mars sl. Að auki senda félögin launaupplýsingar reglulega til ráðuneytisins. Rökstuðning fyrir launaákvörðun og breytingum er að finna í svörum frá félögunum, en bréfin eru birt 6. mars sl. á vef Stjórnarráðs Íslands. *
    Til frekari skýringa er eftirfarandi tekið fram:
       –          Launabreytingar forstjóra Hörpu eru raktar í bréfi dags. 20. febrúar 2019 til fjármála- og efnahagsráðuneytis og er bréfið birt á heimasíðu ráðuneytisins, eins og að framan er getið.
       –          Í bréfi dags. 28. febrúar sl. er rakin launaþróun forstjóra Isavia. Fyrir 1. júlí 2017 eru heildarlaunin 1.748 þús. kr., frá 1. júlí 2017 eru þau 2.380 þús. kr. og 2.434 þús. kr. frá 1. janúar 2018, en loks 2.507 þús. kr. frá 1. maí 2018. Meðtalið í fjárhæð eru bifreiðahlunnindi.
       –          Íslandsbanki hf. tiltekur í svari að heildarlaun í apríl 2019 eru 3.650.00 auk bifreiðahlunninda 215.187.
       –          Eins og áður hefur komið fram í svari við fyrri fyrirspurn alþingismanns, þá tók bankastjóri Íslandsbanka laun í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem samþykkt er á aðalfundi. Það hafði engin áhrif á laun bankastjórans að færast undan kjararáði. Heildarmánaðarlaun voru 4.811.196 kr. á árinu 2017.
       –          Íslandspóstur, í bréfi dags. 22. febrúar sl., rekur ákvörðun launa og starfskjör forstjóra Íslandspósts. Launin fyrir 1. júlí 2017 eru 1.435.941 kr., frá 1. júlí 2017 1.795.000 kr., breytast um 3% 1. maí 2018 eða í 1.992.000. Að auki eru bifreiðahlunnindi 68.717 kr.
       –          Landsbankinn hefur ákveðið að laun verði frá 1. júní 2019 3.503.686 kr. Í júní 2017 voru heildarlaunin 2.089.093 kr. Frá júlí 2017 urðu þau 3.250 þús. kr., og 3.800 þús. kr. frá apríl 2018. Meðtalin eru bifreiðahlunnindi.
       –          Landskerfi bókasafna hf. upplýsa í bréfi dags. 19. febrúar sl. að heildarlaun voru 1.017.277 kr. árið 2017, en eru í dag 1.144.087 kr. að meðtöldum bifreiðastyrk 33.222 kr.
       –          Laun forstjóra Landsnets hf. voru 1.727 þús. kr. í júní 2017 en þá eru bifreiðahlunnindi meðtalin að fjárhæð 129.000 kr. Á árinu 2017 hækka launin í 2.100 þús. kr., síðan í 2.500 þús. kr. árið 2018 og loks 2.650 þús. kr. auk bifreiðahlunninda 230.000 kr.
       –          Laun hjá Landsvirkjun voru 2.089.087 kr. árið 2017 en voru hækkuð í 3.294.677 kr. frá 1. júlí 2017. Einu breytingar síðan eru vegna breytinga á mati bifreiðahlunninda.
       –          Matís ohf. upplýsir að launin eru óbreytt 1.472 þús. kr. á tímabilinu, fastur bifreiðastyrkur meðtalinn.
       –          Neyðarlínan ohf., sbr. bréf dags. 19. febrúar sl., upplýsir um laun 1.260 þús. kr., en eftir 1. júlí 2017 1.550 þús. kr. og eru óbreytt síðan. Að auki er greiddur bifreiðastyrkur 22.000 kr.
       –          Nýr Landspítali ohf. upplýsir að launin hafi verið 1.308.774 kr. frá því kjararáð úrskurðaði um launin í júní 2016, voru óbreytt fram að hækkun þann 1. janúar 2019 í 1.506.023 kr.
       –          Orkubú Vestfjarða ohf. tiltekur að eina breyting launa er frá 1. maí 2018. Innifalinn í fjárhæð er bifreiðastyrkur. Launin voru 1.528.614 kr., en verða 1.798.008 kr.
       –          Rarik ohf., sbr. bréf dags. 20. febrúar sl., upplýsir um launaþróun forstjórans. Heildarlaunin voru fyrir júlí 2017 1.502.165 kr., fóru í 1.600.000 kr. 1. júlí 2017 og í 1.750.000 kr. frá 1. júlí 2018.
       –          Rannsókna- og háskólanet hf., heildarlaun hafa verið óbreytt á tímabilinu.
       –          Heildarlaun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins ohf. eru samkvæmt kjararáðsúrskurði 1.540.457 kr. miðað við launatöflu 2016. Samkvæmt upplýsingum eru launin sett 1.800.000 kr. og fylgja vísitölu ASÍ/SA-samnings og eru í apríl 2019 1.978.518 kr.
       –          Vigdísarholt ehf. upplýsir um með bréfi 15. febrúar sl. að laun hafi hækkað í 864 þús. kr. 1. júlí 2017 og síðan í júní 2018. Heildarlaun eru 897 þús. kr.
       –          Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. upplýsir að heildarlaun voru 1.433 þús. kr. árið 2017. Árið 2019 eru heildarlaun 1.336 þús. kr.
*     www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/06/Svor-felaga-i-rikiseigu-vid-fyrirs purn-radherra-um-launaakvardanir-og-starfskjor/