Ferill 905. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2005  —  905. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kostnað tiltekinna stofnana vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi og Lyfjastofnun? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.

    Vegna fyrirspurnarinnar var leitað svara hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Lyfjastofnun. Ekki var leitað svara hjá Hjúkrunarheimilinu Sólvangi þar sem stofnunin var lögð niður 31. mars sl.
    Hér á eftir má sjá svörin, annars vegar samanlagt í einni töflu og hins vegar í sértöflum fyrir hverja stofnun með athugasemdum ef einhverjar eru.

Samtals:
2014 2015 2016 2017 2018
    Leyfisgjöld alls vegna MS-hugbúnaðar og stýrikerfa 46.798.585 45.423.933 39.654.146 38.536.002 37.521.719
Sundurliðað:
    Leyfisgjöld vegna Windows-stýrikerfa 2.794.058 107.069 2.380.749 2.738.061 741.695
    Leyfisgjöld vegna MS Office hugbúnaðarsvítu 29.380.897 29.924.199 35.048.057 32.843.693 36.780.024
    Leyfisgjöld vegna annars MS-hugbúnaðar 3.823.630 5.642.665 2.225.340 2.954.248

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu
2014 2015 2016 2017 2018
    Leyfisgjöld alls vegna MS-hugbúnaðar og stýrikerfa 32.174.955 28.951.471 28.335.190 24.126.286 27.248.371
Sundurliðað:
    Leyfisgjöld vegna Windows-stýrikerfa 2.794.058 107.069 450.749 81.398 141.935
    Leyfisgjöld vegna MS Office hugbúnaðarsvítu 29.380.897 28.844.402 27.884.441 24.044.888 27.106.436
    Leyfisgjöld vegna annars MS-hugbúnaðar
              
Lyfjastofnun
2014 2015 2016 2017 2018
    Leyfisgjöld alls vegna MS-hugbúnaðar og stýrikerfa 3.823.630 6.722.462 3.388.956 4.991.716 1.313.588
Sundurliðað:
    Leyfisgjöld vegna Windows-stýrikerfa 978.663
    Leyfisgjöld vegna MS Office hugbúnaðarsvítu 1.079.797 1.163.616 1.058.805 1.313.588
    Leyfisgjöld vegna annars MS-hugbúnaðar 3.823.630 5.642.665 2.225.340 2.954.248

Heilbrigðisstofnun Norðurlands*
2014 2015 2016 2017 2018
    Leyfisgjöld alls vegna MS hugbúnaðar og stýrikerfa 10.800.000 9.750.000 7.930.000 9.418.000 8.959.760
Sundurliðað:
    Leyfisgjöld vegna Windows-stýrikerfa 1.930.000 1.678.000 599.760
    Leyfisgjöld vegna MS Office hugbúnaðarsvítu 6.000.000 7.740.000 8.360.000
    Leyfisgjöld vegna annars MS-hugbúnaðar
              
*Tölur vegna áranna 2014 og 2015 eru áætlaðar þar sem leyfamál sumra eininga voru í ólestri við sameiningu stofnana, dýrar lausnir voru á ákveðnum stöðum sökum stærðar og þá voru ákveðnir staðir með keypt leyfi. Auk þessa má nefna að fyrirtæki sem sinna upplýsingatæknimálum hafa sameinast og gagnagrunnar þeirra ná ekki í öllum tilvikum eins langt aftur í tímann og óskað er eftir í fyrirspurninni.