Ferill 754. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2010  —  754. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt? Svar óskast sundurliðað samkvæmt eftirfarandi:
     a.      sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytis í aðdraganda skipunar dómara,
     b.      aðkeypt þjónusta hjá embætti ríkislögmanns vegna varnar íslenska ríkisins fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu,
     c.      kostnaður ríkislögmanns, í formi tímaskráningar starfsmanna embættisins, vegna varnar íslenska ríkisins fyrir íslenskum dómstólum og fyrir Mannréttindadómstól Evrópu,
     d.      dæmdur málskostnaður vegna mála er tapast hafa fyrir íslenskum dómstólum,
     e.      dæmdur málskostnaður vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu,
     f.      miskabætur er íslenska ríkinu ber samkvæmt dómum að greiða umsækjendum um dómarastarf,
     g.      skaðabætur sem íslenska ríkinu ber samkvæmt dómum og samningum við málsaðila að greiða umsækjendum um dómarastarf,
     h.      sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu,
     i.      annar kostnaður íslenska ríkisins.


    a. Enginn kostnaður greiddur.
    b. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns var aðkeypt lögmannsþjónusta vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu samtals: 9.472.870 kr.
    Kostnaður við þýðingu málsgagna vegna málsvarnar íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu: 1.105.962 kr.
    c. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns er ekki haldið sérstaklega utan um tímaskráningu vegna einstakra mála hjá embættinu.
    d. Málskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 591/2017, Ástráður Haraldsson gegn íslenska ríkinu: 1.000.000 kr.
    Kærumálskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 451/2017, Ástráður Haraldsson gegn íslenska ríkinu: 800.000 kr.
    Málskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 592/2017, Jóhannes Rúnar Jóhannsson gegn íslenska ríkinu: 1.000.000 kr.
    Kærumálskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 452/2017, Jóhannes Rúnar Jóhannsson gegn íslenska ríkinu: 800.000 kr.
    Málskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018, Jón Höskuldsson gegn íslenska ríkinu: 1.200.000 kr. Þar sem málið sætir áfrýjun hefur málskostnaður ekki verið greiddur.
    Kostnaður vegna áfrýjunar til Landsréttar: 328.864 kr.
    Málskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-415/2018, Eiríkur Jónsson gegn íslenska ríkinu: 1.200.000 kr. Þar sem málið sætir áfrýjun hefur málskostnaður ekki verið greiddur.
    Kostnaður vegna áfrýjunar til Landsréttar: 168.000 kr.
    e. Dæmdur málskostnaður sem íslenska ríkinu var gert að greiða samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi: 15.000 evrur. Þar sem íslenska ríkið hefur óskað eftir að málið verið tekið fyrir í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur málskostnaður ekki verið greiddur.
    f. Miskabætur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 591/2017, Ástráður Haraldsson gegn íslenska ríkinu að meðtöldum dráttarvöxtum: 743.066 kr.
    Miskabætur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 592/2017, Jóhannes Rúnar Jóhannsson gegn íslenska ríkinu að meðtöldum dráttarvöxtum: 743.066. kr.
    Miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018, Jón Höskuldsson gegn íslenska ríkinu: 1.100.000 kr. Þar sem málið sætir áfrýjun hafa miskabætur ekki verið greiddar.
    Sátt við Eirík Jónsson um greiðslu miskabóta: 700.000 kr.
    g. Skaðabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018, Jón Höskuldsson gegn íslenska ríkinu: 4.000.000 kr. Þar sem málið sætir áfrýjun hafa skaðabætur ekki verið greiddar.
    Skaðabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-415/2018, Eiríkur Jónsson gegn íslenska ríkinu: Skaðabótakrafa viðurkennd. Málið sætir áfrýjun.
    h. Forsætisráðuneyti: 2.511.482 kr.
    Dómsmálaráðuneyti: 2.876.950 kr.
    i. Dómsmálaráðuneyti: íslensk þýðing dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi: 1.146.671 kr.
    Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi.
    Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.