Ferill 906. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2013  —  906. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða útgjöld hafa Geislavarnir ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Hjúkrunarheimilið Sólvangur, Sjúkrahúsið á Akureyri og aðalskrifstofa heilbrigðisráðuneytisins haft ár hvert frá árinu 2015 vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter? Svar óskast aðeins fyrir þær stofnanir sem hafa haft einhver slík útgjöld á tímabilinu.

    Heilbrigðisráðuneytið lítur svo á að svar við framangreindri fyrirspurn hafi verið sent Alþingi 29. apríl sl., sjá frekar svar þess á þingskjali 1413 við fyrirspurn um auglýsingar á samfélagsmiðlum á þingskjali 1160 (732. mál), en þar var m.a. spurt: Hvaða útgjöld hafa ráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra haft ár hvert frá árinu 2015 vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter?
    Svar ráðuneytisins var eftirfarandi:
    Leitað var svara hjá Geislavörnum ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, embætti landlæknis, Landspítala, Lyfjastofnun, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkratryggingum Íslands og aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins.
    Fjórtán stofnanir af sextán sem haft var samband við sáu sér fært að svara fyrirspurn þingmannsins. Í töflunni hér á eftir má sjá upplýsingar um kostnað frá þeim stofnunum sem greiddu fyrir auglýsingar eða dreifingar á samfélagsmiðlum á tímabilinu 2015–2018.
Ár Heilbrigðisstofnun Norðurlands Lyfjastofnun Embætti landlæknis Sjúkratryggingar Íslands Landspítali Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
2015
2016 12.226 50.719 28.572
2017 8.095 22.001 370.282 40.000 1.081.290 99.541
2018 63.409 73.264 246.910 3.490.546 112.319
Alls: 71.504 107.491 617.192 40.000 4.622.555 240.433

    Af svarinu frá 29. apríl sl. má því sjá að einungis sex stofnanir af þeim stofnunum sem heyra undir ráðuneytið greiddu fyrir auglýsingar eða dreifingar á samfélagsmiðlum á tímabilinu sem spurt var um.