Ferill 906. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2013 — 906. mál.
Svar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvaða útgjöld hafa Geislavarnir ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Hjúkrunarheimilið Sólvangur, Sjúkrahúsið á Akureyri og aðalskrifstofa heilbrigðisráðuneytisins haft ár hvert frá árinu 2015 vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter? Svar óskast aðeins fyrir þær stofnanir sem hafa haft einhver slík útgjöld á tímabilinu.
Heilbrigðisráðuneytið lítur svo á að svar við framangreindri fyrirspurn hafi verið sent Alþingi 29. apríl sl., sjá frekar svar þess á þingskjali 1413 við fyrirspurn um auglýsingar á samfélagsmiðlum á þingskjali 1160 (732. mál), en þar var m.a. spurt: Hvaða útgjöld hafa ráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra haft ár hvert frá árinu 2015 vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter?
Svar ráðuneytisins var eftirfarandi:
Leitað var svara hjá Geislavörnum ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, embætti landlæknis, Landspítala, Lyfjastofnun, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkratryggingum Íslands og aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins.
Fjórtán stofnanir af sextán sem haft var samband við sáu sér fært að svara fyrirspurn þingmannsins. Í töflunni hér á eftir má sjá upplýsingar um kostnað frá þeim stofnunum sem greiddu fyrir auglýsingar eða dreifingar á samfélagsmiðlum á tímabilinu 2015–2018.
Ár | Heilbrigðisstofnun Norðurlands | Lyfjastofnun | Embætti landlæknis | Sjúkratryggingar Íslands | Landspítali | Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins |
2015 | – | – | – | – | – | – |
2016 | – | 12.226 | – | – | 50.719 | 28.572 |
2017 | 8.095 | 22.001 | 370.282 | 40.000 | 1.081.290 | 99.541 |
2018 | 63.409 | 73.264 | 246.910 | – | 3.490.546 | 112.319 |
Alls: | 71.504 | 107.491 | 617.192 | 40.000 | 4.622.555 | 240.433 |
Af svarinu frá 29. apríl sl. má því sjá að einungis sex stofnanir af þeim stofnunum sem heyra undir ráðuneytið greiddu fyrir auglýsingar eða dreifingar á samfélagsmiðlum á tímabilinu sem spurt var um.