Ferill 676. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2014  —  676. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.



     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
    Hinn 1. mars 2019 störfuðu samtals 129 nefndir, starfshópar, faghópar og ráð á verksviði ráðuneytisins. Í þessari tölu eru ekki lögbundnar stjórnir stofnana og sjóða eða skólanefndir framhaldsskóla. Af þessum 129 nefndum, starfshópum, faghópum og ráðum fá 95 þóknun fyrir vinnu sína (sjá eftirfarandi töflu).

Nefndir/ráð/starfshópar á vegum ráðuneytisins 1. janúar 2019.
Heiti nefndar Launuð/ólaunuð
Nemaleyfisnefnd í kjötiðn Launuð
Sveinsprófsnefnd í vélvirkjun Launuð
Undanþágunefnd grunnskóla 2017–2021 Launuð
Fornminjanefnd 2017–2021 Launuð
Húsafriðunarnefnd 2017–2021 Launuð
Matsnefnd fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Launuð
Tónlistarráð 2016–2019 Launuð
Safnaráð 2017–2020 Launuð
Sveinsprófsnefnd í skrúðgarðyrkju Launuð
Úthlutunarnefnd greiðslna fyrir afnot af bókasöfnum 2017–2020 Launuð
Nemaleyfisnefnd í gull- og silfursmíði Launuð
Höfundaréttarráð Launuð
Leiklistarráð 2017–2019 Launuð
Nemaleyfisnefnd í matreiðslu Launuð
Samráðshópur um málefni Hljóðbókasafns Íslands 2018–2022 Launuð
Nemaleyfisnefnd í framreiðslu Launuð
Nemaleyfisnefnd í bakaraiðn Launuð
Kvikmyndaráð 2016–2019 Launuð
Nemaleyfisnefnd í netagerð Launuð
Starfsgreinaráð matvæla-, veitinga og ferðaþjónustugreina Launuð
Nemaleyfisnefnd í vélvirkjun Launuð
Nemaleyfisnefnd í stálsmíði og málmsuðu Launuð
Nemaleyfisnefnd í blikksmíði Launuð
Innkaupanefnd Listasafns Íslands 2016–2019 Launuð
Gæðaráð með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla 2016–2020 Launuð
Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs 2016–2018 Launuð
Nemaleyfisnefnd í kjólasaumi og klæðskurði Launuð
Sveinsprófsnefnd í múraraiðn Launuð
Samstarfsráð um fagháskólanám Launuð
Íslenska UNESCO-nefndin 2019–2022 Launuð
Sveinsprófsnefnd rafiðna – sterkstraumur Launuð
Sveinsprófsnefnd í snyrtifræði Launuð
Sveinsprófsnefnd í hársnyrtiiðn Launuð
Sveinsprófsnefnd í skósmíði Launuð
Sveinsprófsnefnd í klæðskurði Launuð
Sveinsprófsnefnd í kjólasaumi Launuð
Sveinsprófsnefnd í gull- og silfursmíði Launuð
Sveinsprófsnefnd í bílamálun Launuð
Sveinsprófsnefnd í bifvélavirkjun Launuð
Bókasafnaráð 2017–2021 Launuð
Sveinsprófsnefnd í pípulögnum Launuð
Nemaleyfisnefnd í rennismíði Launuð
Sveinsprófsnefnd í málaraiðn Launuð
Sveinsprófsnefnd í húsgagnabólstrun Launuð
Sveinsprófsnefnd í húsgagnasmíði Launuð
Sveinsprófsnefnd í húsasmíði Launuð
Íþróttanefnd 2018–2022 Launuð
Námsorlofsnefnd framhaldsskóla 2018–2022 Launuð
Þjóðbúningaráð 2018–2020 Launuð
Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum Launuð
Starfshópur um endurskoðun á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna Launuð
Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema 2018–2020 Launuð
Sveinsprófsnefnd í úrsmíði Launuð
Sveinsprófsnefnd í veggfóðrun Launuð
Starfsgreinaráð samgöngu-, farartækja og flutningsgreina Launuð
Íslensk málnefnd 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í matreiðslu Launuð
Sveinsprófsnefnd í kjötiðn Launuð
Sveinsprófsnefnd í framreiðslu Launuð
Sveinsprófsnefnd í bakaraiðn Launuð
Örnefnanefnd 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í stálsmíði og málmsuðu Launuð
Nemaleyfisnefnd í bílamálun Launuð
Samstarfsráð um símenntun og starfsþróun kennara Launuð
Fjölmiðlanefnd 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í söðlasmíði Launuð
Nemaleyfisnefnd í bifreiðasmíði Launuð
Verðalaunanefnd gjafar Jóns Sigurðssonar Launuð
Tónlistarsjóður Launuð
Vísinda- og tækniráð Launuð
Matsnefnd um ráðningu rekstrarstjóra Launuð
Æskulýðsráð Launuð
Fagráð mjólkuriðnaðarins Launuð
Starfsgreinaráð bygginga og mannvirkjagreina Launuð
Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina Launuð
Starfsgreinaráð hönnunar og handverksgreina Launuð
Starfsgreinaráð snyrtigreina Launuð
Nemaleyfisnefnd í bifvélavirkjun Launuð
Nemaleyfisnefnd í prentun 2015–2019 Launuð
Þjóðleikhúsráð 2015–2019 Launuð
Nemaleyfisnefnd í ljósmyndun 2015–2019 Launuð
Myndlistarráð 2016–2019 Launuð
Nemaleyfisnefnd í prentsmíð 2015–2019 Launuð
Samstarfsnefnd um tónlistarfræðslu 2015–2019 Launuð
Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla 2016–2020 Launuð
Sveinsprófsnefnd í prentsmíð 2015 –2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í prentun 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í bókbandi 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í málmsteypu Launuð
Sveinsprófsnefnd í ljósmyndun 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í netagerð Launuð
Málnefnd um íslenskt táknmál 2016–2020 Launuð
Sveinsprófsnefnd í blikksmíði Launuð
Nemaleyfisnefnd í bókbandi 2015–2019 Launuð
Sveinsprófsnefnd í rennismíði Launuð
Sveinsprófsnefnd í flugvirkjun 2015–2019 Launuð
Námsstyrkjanefnd 2016–2020 Ólaunuð
Viðræðunefnd um fyrirkomulag og verkaskiptingu á sviði tónlistarfræðslu í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar frá október 2009 Ólaunuð
Öryggisnefnd menntamálaráðuneytisins Ólaunuð
Byggingarnefnd um stækkun við Fjölbrautaskóla Suðurlands Ólaunuð
Framtíð eigna og aðstöðu ríkisins á Núpi í Dýrafirði Ólaunuð
Verkefnisstjórn um fagháskólanám Ólaunuð
Verkefnisstjórn starfshóps um nemendur með annað móðurmál en íslensku Ólaunuð
List fyrir alla – samráðshópur Ólaunuð
Samstarfsnefnd um hatursorðfæri á netinu Ólaunuð
Starfshópur um heildarstefnumörkun fyrir nemendur með annað móðumál en íslensku Ólaunuð
Matsnefnd um náms- og starfsráðgjöf Ólaunuð
Stefna í kvikmyndamálum – verkefnishópur Ólaunuð
Starfshópur um lánakjör Lánasjóðs íslenskra námsmanna Ólaunuð
Samráðsnefnd leik- og grunnskóla 2014–2018 Ólaunuð
Nemaleyfisnefnd í hársnyrtiiðn Ólaunuð
Úthlutunarnefnd styrkja Snorra Sturlusonar 2016–2019 – Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Ólaunuð
Ráðgjafarnefnd til ráðuneytis um Menntamálastofnun Ólaunuð
Sérfræðingahópur um framkvæmd og þróun könnunarprófa í grunnskólum Ólaunuð
Starfshópur um frumvarp til laga um samtök um evrópska rannsóknarinnviði Ólaunuð
Samstarfshópur um málefni Vísinda- og tækniráðs Ólaunuð
Verkefnishópur um sameiningu kynningarmiðstöðva listgreina Ólaunuð
Verkefnishópur um úrbætur í menntun, hæfingu, atvinnu og tómstundum fyrir nemendur sem lokið hafa námi á starfsbrautum framhaldsskóla Ólaunuð
Málskotsnefnd Lánsjóðs íslenskra námsmanna 2018–2022 Ólaunuð
Landsnefnd um minni heimsins Ólaunuð
Einkarekin sérúrræði á grunnskólastigi, starfshópur um ramma starfsemi Ólaunuð
Starfshópur um samræmd könnunarpróf Ólaunuð
Starfshópur um talþjálfun grunnskólabarna Ólaunuð
Verkefnastjórn vegna aðgerða í menntamálum Ólaunuð
Starfshópur um stöðu vitsmunaþroskaprófa á Íslandi Ólaunuð
Undanþágunefnd framhaldsskóla 2017–2021 Ólaunuð
Námsorlofsnefnd framhaldsskóla 2014–2018 Ólaunuð
Hússtjórn Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal 2015–2019 Ólaunuð
Samráðshópur um nám fullorðinna Ólaunuð

     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?
    Kostnaður af starfsemi þessara nefnda/starfshópa á árinu 2018 var 167.232.583 kr.

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Áform eru uppi um að fækka nefndum og starfshópum á vegum ráðuneytisins. Að þessu sögðu, þá gegna nefndir og ráð veigamiklu hlutverki í opinberri stjórnsýslu, m.a. vegna þess að þannig fær stjórnsýslan aðgang að margvíslegri sérfræðiþekkingu og reynslu sem hún hefði annars ekki aðgang að. Hér er um að ræða þekkingu og reynslu sem fólk öðlast aðeins í gegnum áralangt starf í hinum ýmsu geirum samfélagsins.