Ferill 923. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2031  —  923. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um hvalveiðar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margir langreyðartarfar og langreyðarkýr voru dregin að landi í Hvalfirði á hvalvertíðum árin 2009–2018?
     2.      Hversu margar langreyðarkýr veiddar á hvalvertíðum 2009–2018 reyndust kelfdar og hversu margar höfðu mjólk í spenum?
     3.      Hversu margir blendingar langreyðar og steypireyðar voru dregnir að landi í Hvalfirði á hvalvertíðum 2009–2018?
     4.      Hversu margar hrefnukýr veiddar á hvalvertíðum 2009–2018 reyndust kelfdar og hversu margar höfðu mjólk í spenum?
    Svar óskast sundurliðað eftir vertíðum og mánuðum.


    1. Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Fiskistofu varðandi fjölda þeirra dýra sem dregin voru að landi á vertíðum árin 2009–2018 og byggist svarið á þeim upplýsingum. Svarið einskorðast við vertíðir 2009, 2010, 2013, 2014, 2015 og 2018 þar sem engar langreyðarveiðar voru árin 2011, 2012, 2016 og 2017.
    Á hvalveiðivertíðinni 2009 voru dregnir að landi í Hvalfirði sjö langreyðartarfar í júní, 24 tarfar í júlí, 17 tarfar í ágúst og 19 tarfar í september. Fjöldi langreyðarkúa sem dregnar voru að landi í Hvalfirði 2009 var 11 kýr í júní, 18 kýr í júlí, 19 kýr í ágúst og 10 kýr í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2010 voru dregnir að landi í Hvalfirði fjórir langreyðartarfar í júní, 31 tarfar í júlí, 28 tarfar í ágúst og 11 tarfar í september. Fjöldi langreyðarkúa sem dregnar voru að landi í Hvalfirði 2010 var þrjár kýr í júní, 22 kýr í júlí, 18 kýr í ágúst og 25 kýr í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2013 voru dregnir að landi í Hvalfirði níu langreyðartarfar í júní, 29 tarfur í júlí, 15 tarfar í ágúst og fimm tarfar í september. Fjöldi langreyðarkúa sem dregnar voru að landi í Hvalfirði 2013 var 10 kýr í júní, 26 kýr í júlí, 21 kýr í ágúst og 13 kýr í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2014 voru dregnir að landi í Hvalfirði 15 langreyðartarfar í júní, 22 tarfar í júlí, 22 tarfar í ágúst og 22 tarfar í september. Fjöldi langreyðarkúa sem dregnar voru að landi í Hvalfirði 2014 var 10 kýr í júní, 13 kýr í júlí, 16 kýr í ágúst og 14 kýr í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2015 var dreginn að landi í Hvalfirði 41 langreyðartarfur í júlí, 16 tarfar í ágúst og 30 tarfar í september. Fjöldi langreyðarkúa sem dregnar voru að landi í Hvalfirði 2015 var tvær kýr í júní, 24 kýr í júlí, 20 kýr í ágúst og 21 kýr í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2018 voru dregnir að landi í Hvalfirði fjórir langreyðartarfar í júní, 21 tarfur í júlí, 27 tarfar í ágúst og 13 tarfar í september. Fjöldi langreyðarkúa sem dregnar voru að landi í Hvalfirði 2018 var sex kýr í júní, 27 kýr í júlí, 24 kýr í ágúst og 22 kýr í september.

    2. Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Fiskistofu varðandi það hversu margar langreyðarkýr sem voru veiddar á hvalveiðivertíðum 2009–2018 hafi reynst kelfdar og hversu margar hafi haft mjólk í spenum og byggist svarið á þeim upplýsingum. Svarið einskorðast við vertíðir 2009, 2010, 2013, 2014, 2015 og 2018 þar sem engar langreyðarveiðar voru árin 2011, 2012, 2016 og 2017.
    Á hvalveiðivertíðinni 2009 voru tvær kelfdar kýr veiddar í júní, tíu í júlí, níu í ágúst og tvær í september. Þá var ein kýr veidd með mjólk í spena á vertíðinni 2009 og var hún veidd í júlí.
    Á hvalveiðivertíðinni 2010 voru tíu kelfdar kýr veiddar í júlí, 12 í ágúst og átta í september. Þá voru tvær kýr veiddar með mjólk í spena á vertíðinni 2010 og voru þær veiddar í júlí og september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2013 voru níu kelfdar kýr veiddar í júní, 11 í júlí, ein í ágúst og fjórar í september. Þá var veidd ein kýr með mjólk í spena á vertíðinni 2013 og var hún veidd í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2014 voru sjö kelfdar kýr veiddar í júní, átta í júlí, níu í ágúst og fjórar í september. Þá var veidd ein kýr með mjólk í spena á vertíðinni 2014 og var hún veidd í ágúst.
    Á hvalveiðivertíðinni 2015 voru tvær kelfdar kýr veiddar í júní, átta í júlí og tvær í ágúst. Þá var veidd ein kýr með mjólk í spena á vertíðinni 2015 og var hún veidd í september.
    Á hvalveiðivertíðinni 2018 voru tvær kelfdar kýr veiddar í júní, tíu í júlí, fimm í ágúst og fimm í september. Þá voru veiddar tvær kýr með mjólk í spena á vertíðinni 2010 og voru þær veiddar í júlí og ágúst.

    3. Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Fiskistofu varðandi það hversu margir blendingar langreyðar og steypireyðar voru dregnir að landi í Hvalfirði á hvalveiðivertíðum 2009–2018 og byggist svarið á þeim upplýsingum. Svarið einskorðast við vertíðir 2009, 2010, 2013, 2014, 2015 og 2018 þar sem engar langreyðarveiðar voru árin 2011, 2012, 2016 og 2017.
    Þrír blendingar af langreyði og steypireyði voru dregnir að landi í Hvalfirði á tímabilinu 2009–2018. Einn blendingur (kýr) var dreginn að landi á hvalveiðivertíðinni 2013 og var hann veiddur í september. Tveir blendingar (tarfar) voru dregnir að landi á hvalveiðivertíðinni 2018 og var annar þeirra veiddur í júlí og hinn í ágúst 2018.

    4. Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Fiskistofu varðandi það hversu margar hrefnukýr sem voru veiddar á hrefnuveiðivertíðum 2009–2018 hafi reynst kelfdar og hversu margar hafi haft mjólk í spenum og byggist svarið á þeim upplýsingum.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2009 var tvær kelfdar kýr í júní, fjórar kelfdar kýr í júlí, tvær kelfdar kýr í ágúst og tvær kelfdar kýr í september.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2010 var ein kelfd kýr í maí, sex kelfdar kýr í júní, ein kelfd kýr í júlí og ein kelfd kýr í ágúst.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2011 var fjórar kelfdar kýr í júní, tvær kelfdar kýr í júlí, ein kelfd kýr í ágúst og þrjár kelfdar kýr í september.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2012 var tvær kelfdar kýr í apríl, tvær kelfdar kýr í maí, ein kelfd kýr í júní, ein kelfd kýr í júlí og ein kelfd kýr í september.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2013 var tíu kelfdar kýr í júní, fimm kelfdar kýr í júlí og tvær kelfdar kýr í ágúst.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2014 var tvær kelfdar kýr í maí og ein kelfd kýr í júní.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2015 var tvær kelfdar kýr í júní og fimm kelfdar kýr í júlí.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2016 var ein kelfd kýr í júní, tvær kelfdar kýr í júlí og tvær kelfdar kýr í ágúst.
    Fjöldi kelfdra hrefnukúa sem veiddar voru á hrefnuveiðivertíðinni 2017 var þrjár kelfdar kýr í júní og ein kelfd kýr í júlí.
    Engar kelfdar hrefnukýr voru veiddar á hrefnuveiðivertíðinni 2018.
    Á hrefnuveiðivertíðum 2009–2018 var engin hrefnukýr með mjólk í spenum.