Ferill 1000. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2079  —  1000. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um stjórnvaldssektir og dagsektir.


     1.      Hver var fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018?
    Af þeim stofnunum sem heyra undir ráðherra hafa Matvælastofnun og Fiskistofa heimild til að beita stjórnvalds- eða dagsektum.

Matvælastofnun.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Engar sektir voru lagðar á frá 2011 fram til 2016.

Fiskistofa.
    Stofnunin beitti ekki stjórnvaldssektum á umræddu árabili. Dagsektum var beitt í tveimur tilvikum árið 2017.

     2.      Hversu margir voru þolendur ákvarðananna, skipt í einstaklinga og lögaðila?

Matvælastofnun.
    Hjá MAST voru lagðar dagsektir á 19 einstaklinga og sjö lögaðila.

Fiskistofa.
    Hjá Fiskistofu voru lagðar dagsektir á tvo lögaðila.

     3.      Hver var upphæð sektanna í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári?

Matvælastofnun.
Fjárhæðir sekta.

Ár álagningar

2016 2017 2018 Samtals
350.000 1.000.000 450.000
225.000 1.400.000 60.000
1.350.000 3.400.000 30.000
1.250.000 225.000 345.000
315.000 990.000
315.000 225.000
275.000 100.000
280.000 143.000
200.000
3.175.000 7.410.000 2.343.000 12.928.000

    Engar sektir voru lagðar á frá 2011 fram til 2016.

Fiskistofa.
    Upphæð dagsekta árið 2017 var alls 2.025.000 kr. Önnur sektin 1.005.000 kr. og hin 1.020.000 kr.

     4.      Hversu margar þessara sekta voru innheimtar, hversu margar voru felldar niður eða lokið með öðrum hætti? Hversu mörgum þeirra var skotið til æðra stjórnvalds og hver voru afdrif málsins?

Matvælastofnun.
    Hjá Matvælastofnun lýkur innan við fjórðungi mála þar sem tilkynnt er um fyrirhugaðar dagsektir með innheimtu þar sem úrbætur eru í flestum tilvikum gerðar áður en til ákvörðunar kemur. Engin ákvörðun um dag-/stjórnvaldssekt hefur verið felld niður.
    Tveimur ákvörðunum Matvælastofnunar var skotið til ráðuneytisins á þessu tímabili, önnur þeirra barst að liðnum kærufresti og í hinu tilfellinu staðfesti ráðuneytið ákvörðun stofnunarinnar og var beiðni um endurupptöku hafnað.

Fiskistofa.
    Í þessum tveimur tilvikum sem dagsektir voru lagðar á voru þær felldar niður eftir að viðkomandi höfðu skilað þeim gögnum sem óskað var eftir. Í tilkynningu sem send var til viðkomandi var brýnt fyrir þeim að skila gögnum á réttum tíma til að komast hjá frekari dagsektum.
    Hvorugu málinu var vísað til ráðuneytisins. Umbeðnum gögnum var skilað og skuldin felld niður.