Ferill 933. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2084  —  933. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.


     1.      Hver hafa verið útgjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar?
    Í töflu hér að neðan má sjá kostnað við hugbúnað bókaðan á tegundalykla sem bókað er á vegna kaupa, notkunar og uppfærslum á hugbúnaði. Fyrir aðalskrifstofu dómsmálaráðuneytisins eru tölurnar teknar úr bókhaldi dóms- og mannréttindaráðuneytisins 2009–2010, innanríkisráðuneytisins 2011–2017 og dómsmálaráðuneytisins 2017–2019. Tölur vegna undirstofnana eru fengnar úr bókhaldi stofnana og úr bókhaldi Fjársýslu ríkisins.

Gjöld
Dómsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 42.057.481
Dómstólasýslan 176.538.227
Fangelsismálastofnun ríkisins 71.600.056
Héraðsdómstólar 39.300.269
Héraðssaksóknari 54.127.077
Hæstiréttur 39.209.489
Kærunefnd útlendingamála 2.366.455
Landhelgisgæsla Íslands 385.227.501
Landsréttur 56.977.745
Lögreglustjórinn á Austurlandi 488.963
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 136.167.828
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 307.598
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 1.084.830
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 1.334.902
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 23.107.311
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum 168.000
Lögreglustjórinn á Vesturlandi 757.154
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum 2.715.931
Málskostnaður í opinberum málum 83.754
Ríkislögreglustjóri 939.916.388
Ríkissaksóknari 15.708.146
Schengen-samstarf 267.481.633
Sérstakur saksóknari samkvæmt lögum nr. 135/2008 12.541.802
Stjórnartíðindi 18.780.941
Sýslumaðurinn á Austurlandi 11.222.560
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 21.120.741
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 11.154.426
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 5.743.792
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 23.780.343
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 55.995.971
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 8.366.633
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 6.417.274
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 5.163.044
Útlendingastofnun 33.861.865
Ýmis verkefni, dómsmálaráðuneytið 20.945.721
Samtals 2.491.821.851

     2.      Hve háum fjárhæðum vörðu ráðuneytið og undirstofnanir þess til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar frá árinu 2009?
    Ekki var hægt að greina á milli leyfisgjalda vegna hugbúnaðar annars vegar og þjónustugjalda vegna hugbúnaðar hins vegar. Stafar þetta af því að þjónusta er í mörgum tilvikum innifalin í leyfisgjaldi eða öfugt, þ.e. leyfisgjöld eru innifalin í þjónustusamningi. Þá fela kaup á hugbúnaði oft í sér heimild eða leyfi til að nýta sér hugbúnaðinn og því hefur ekki tekist að greina á milli kaupa og leyfisgjalda á hugbúnaði.

     3.      Hvaða sérsmíðaða hugbúnað er ráðuneytið og hver undirstofnun þess að nota og:
                  a.      hver er eigandi hugbúnaðarins,
                  b.      eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út,
                  c.      var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar,
                  d.      hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins,
                  e.      hver er tilgangur hugbúnaðarins?

    Í meðfylgjandi töflu má sjá sérsmíðaðan hugbúnað sem undirstofnanir ráðuneytisins nýta sér. Upplýsingum var safnað frá undirstofnunum sem svöruðu töluliðum eftir bestu getu. Ekki er haldið sérstaklega utan um kostnað einstakra verkefna í bókhaldi ríkisins og því er d-liður ekki tiltækur í töflunni en heildarkostnaður er tiltekinn í töflunni hér að framan.


Fjárhæðir í milljónum króna. Hver er eigandi hugbúnaðarins? (3a) Eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út? (3b) Var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar? (3c) Hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins? (3d) Hver er tilgangur hugbúnaðarins? (3e)
Hæstiréttur
Málaskrá Gagnavarslan Á ekki við Verktökum Heldur utan um gögn Hæstaréttar
Landsréttur
GoPro-skjalaumsýslukerfi Hugvit Keypt notendaleyfi Verktökum Heldur utan um gögn Landsréttar
Útlendinga-stofnun
Erlendur Advania S5 Verktökum Erlendur er upplýsingakerfi sem heldur utan um öll mál stofnunarinnar, þ.e. öll gögn er tengjast umsóknum um leyfi og alþjóðlega vernd.
Ríkislögreglu-stjóri
Lögreglukerfið (LÖKE) Ríkislögreglustjóri Ríkislögreglustjóri á höfundarétt að hugbúnaðinum Kröfulýsing unnin af ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytinu ásamt ráðgjöfum VKS.
Þróað af Skýrr til loka árs 2011 og frá þeim tíma hefur þróun kerfisins verið sinnt af hálfu starfsmanna ríkislögreglustjóra
Heldur utan um öll verkefni lögreglunnar og þá verkþætti sem til koma vegna úrvinnslu
Ökuskírteinaskrá Ríkislögreglustjóri Óljóst Þróað á árunum 1995 til 1997 í samvinnu dómsmálaráðuneytis, Umferðarstofu og TölvuMynda Heldur utan um útgáfu ökuréttinda, gildistíma, takmarkanir, sviptingar, afturkallanir o.fl.
Skotvopnaskrá Ríkislögreglustjóri Óljóst Þróað á árunum 1998 til 2000 af starfsmönnum ríkislögreglustjóra og VKS Heldur utan um öll skráð vopn á landinu, umsóknir um leyfi og afgreiðslu þeirra, gildistíma, afturkallanir og sviptingar, eigendaferil vopna o.s.frv.
Leyfisveitingakerfi Ríkislögreglustjóri Nytjaleyfi Viðbætur við grunn-hugbúnað frá VKS voru þróaðar í samvinnu starfsmanna dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra og VKS Heldur utan um öll leyfi sem lögreglan gefur út, umsóknir, afgreiðslu þeirra, gildistíma o.s.frv.
GoPro-skjalaumsýslukerfi Hugvit ehf. Nytjaleyfi Þróað af Hugviti ehf. Heldur utan um öll stjórnsýsluerindi og skjöl sem berast eða verða til vegna þeirra
Microsoft-leyfi Microsoft Nytjaleyfi Þróað af Microsoft Keyrir vélbúnað í gagnaveri ríkislögreglustjóra, gagnagrunna, samskiptakerfi, notendahugbúnað o.fl. fyrir öll lögregluembætti, héraðssaksóknara, ríkissaksóknara og Útlendingastofnun
SIS II Ríkislögreglustjóri Ríkislögreglustjóri á höfundarétt Kröfulýsing unnin af ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytinu ásamt ráðgjöfum Advania. Kröfulýsingin er byggð á reglugerð um SIS EU 1987/2006 og lögum nr. 16/2000 Löggæslusamvinnukerfi Schengen
VIS Ríkislögreglustjóri Ríkislögreglustjóri á höfundarétt Kröfulýsing unnin af ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytinu. Kröfulýsingin er byggð á reglugerð um VIS-kerfið, EU 767/2008 Heldur utan um útgáfu á VISA-áritunarmiða dvalarleyfa
G-kerfið Ríkislögreglustjóri Ríkislögreglustjóri á höfundarétt Þróað á árunum 1999 til 2003 af ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ráðgjöfum Advania Heldur utan um skráningar á farþegalistum flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi. Farþegalistarnir eru síðan yfirfarnir vegna öryggissjónarmiða
Eurodac Steria Steria, framkvæmdastjórn ESB Þróað út frá reglugerð EU 603/2013 Heldur utan um skráningar á umsækjendum um alþjóðlega vernd
Indico Indico System AS Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kerfi til upptöku á yfirheyrslum
Ibase / Analyst Notebook IBM Inc. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kerfi til greiningar á gögnum
Sitewatch Samsýn ehf. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kortagrunnur og ferilvöktunarkerfi til flotastýringar lögreglubifreiða og tækja
Sareye Sareye ehf. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kerfi til aðgerðastjórnunar í samstarfi við Landsbjörg
Oracle Oracle Inc. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Gagnagrunnsleyfi fyrir ýmis kerfi, t.d. Eurodac
IBM IBM Inc. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Gagnagrunnsleyfi, afritunarkerfi o.fl.
Falcon Social Falcon Social AS Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kerfi fyrir samskipti á samfélagsmiðlum
Veeam Veeam Software Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Afritunarkerfi
Secunet Secunet GmbH Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Hugbúnaður til dulkóðunar á netsamskiptum
Netapp NetApp Inc. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kerfi til vélbúnaðarstýringar
VM Ware VMWare Inc. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Kerfi til sýndarvæðingar á búnaði
FileMaker Filemaker Inc. Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki, aðlögun gerð af starfsmönnum ríkislögreglustjóra Kerfi um æfingaskipulag o.fl. hjá sérsveit
Ýmis önnur Nytjaleyfi Þróaður af fyrirtæki Ýmis nytjaleyfi fyrir einstaka starfsmenn fyrir einstakan hugbúnað, t.d. Acrobat