Ferill 972. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2097  —  972. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um lífeyristöku og fráfall sjóðfélaga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu stór hluti sjóðfélaga fellur frá áður en kemur að töku lífeyris úr atvinnutengdum lífeyrissjóðum?
     2.      Hversu mikið af innstæðu í lífeyrissjóðakerfinu stafar frá iðgjöldum þeirra sem falla frá áður en kemur að lífeyristöku?


    Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, getur alþingismaður óskað upplýsinga eða svars frá ráðherra um opinbert málefni. Í 3. mgr. 49. gr. þingskapalaga segir: „Með opinberu málefni er átt við sérhvert málefni er tengist hlutverki og starfsemi ríkisins og stofnana þess, svo og félaga og annarra lögaðila sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins og annast stjórnsýslu eða veita almenningi opinbera þjónustu á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings.“
    Þær upplýsingar sem fyrirspurnin lýtur að eru hvorki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu né stofnunum þess. Lífeyrissjóðir eru ekki ríkisstofnanir eða félög sem annast stjórnsýslu eða veita opinbera þjónustu heldur eru þeir einkaréttarlegir aðilar og upplýsingar um ráðstafanir þeirra teljast aðeins til opinberra málefna að því marki sem slíkar upplýsingar eru opinberar lögum samkvæmt. Þar sem umbeðnar upplýsingar beinast ekki að opinberu málefni í skilningi framangreindra ákvæða getur ráðuneytið ekki krafist þess að sjóðirnir láti þær í té. Því er ekki unnt að veita efnislegt svar við fyrirspurninni.