Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2100  —  691. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um kostnað ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í ráðuneytinu og undirstofnunum þess? Svar óskast sundurliðað fyrir ráðuneytið og hverja undirstofnun og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.

    Svar við fyrirspurninni er birt í meðfylgjandi töflu. Fjárhagstölur eru byggðar á upplýsingum sem aflað var hjá viðkomandi stofnunum en tölur fyrir aðalskrifstofu ráðuneytisins koma frá Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Rekstur tölvukerfa ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefndar er er sameiginlegur undir umsjá ríkisskattstjóra, þar á meðal kostnaður vegna hugbúnaðarleyfa frá Microsoft, og eru því upplýsingar fyrir þessar þrjár stofnanir dregnar saman.

Ár      Leyfi vegna Windows-stýrikerfa Leyfi vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu Leyfi vegna annars Microsoft-hugbúnaðar Samtals
Fjármála- og efnahagsráðuneytið, aðalskrifstofa
2014 1.083.722 1.083.722
2015 7.201 222.174 229.375
2016 79.790 72.542 1.200.361 1.352.693
2017 54.117 4.129.873 50.426 4.234.416
2018 5.305.977 492.349 5.798.326
Samtals 141.108 10.814.288 1.743.136 12.698.532

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins
2014 1.039.835 1.039.835
2015 332.686 135.877 468.563
2016 1.095.939 249.265 1.200.361 2.545.565
2017 77.798 96.856 174.654
2018 111.355 33.482 144.837
Samtals 2.135.774 771.104 1.466.576 4.373.454
Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri og yfirskattanefnd
2014 216.282 7.439.952 6.163.384 13.819.618
2015 457.724 6.449.587 5.750.518 12.657.829
2016 457.849 6.110.444 6.148.127 12.716.420
2017 620.478 4.712.235 4.756.778 10.089.491
2018 910.085 7.257.955 5.169.484 13.337.524
Samtals 2.662.418 31.970.173 27.988.291 62.620.882

Tollstjóri
2014 -
2015 66.422 66.422
2016 880.363 11.161.843 2.678.842 14.721.048
2017 1.473.299 930.098 2.403.397
2018 5.108.950 66.325 5.175.275
Samtals 2.353.662 16.270.793 3.741.687 22.366.142

Framkvæmdasýsla ríkisins
2014 1.105.296 1.105.296
2015 1.241.864 675.132 1.916.996
2016 1.241.864 675.132 1.916.996
2017 1.353.943 489.434 1.843.377
2018 846.868 1.731.248 2.578.116
Samtals 4.435.892 3.085.191 1.839.698 9.360.781

Ríkiseignir
2014 92.706 633.773 726.479
2015 136.913 819.360 956.273
2016 143.263 801.425 944.688
2017 117.336 674.106 791.442
2018 310.484 310.484
Samtals 490.218 310.484 2.928.664 3.729.366

Fjársýsla ríksins
2014 1.286.000 37.000 1.323.000
2015 1.331.000 1.331.000
2016 1.241.000 1.241.000
2017 1.179.000 1.179.000
2018 2.843.000 496.000 3.339.000
Samtals 5.037.000 2.843.000 533.000 8.413.000
Ríkiskaup
2014 134.028 293.236 - 427.264
2015 134.028 293.236 400.320 827.584
2016 161.592 293.236 514.924 969.752
2017 175.275 293.236 501.324 969.835
2018 216.324 694.279 501.324 1.411.927
Samtals 821.247 1.867.223 1.917.892 4.606.362

Fjármálaeftirlitið
2014 7.381.376 4.915.073 1.435.932 13.732.381
2015 6.507.704 4.333.316 1.265.973 12.106.993
2016 2.914.898 4.396.976 4.244.794 11.556.668
2017 4.395.074 2.905.735 2.565.695 9.866.504
2018 4.365.979 2.754.551 2.521.871 9.642.401
Samtals 25.565.031 19.305.651 12.034.265 56.904.947

Áhrif nýs heildarsamnings um Microsoft Office 365 á framangreindar stofnanir.
    Nýr samningur ríkisins við Microsoft tók gildi 1. júní 2018 og því er greitt af eldri samningum fyrstu fimm mánuði ársins 2018. Hækkun kostnaðar hjá sumum stofnunum skýrist fyrst og fremst af því að nýi samningurinn gerir ráð fyrir leigu á hugbúnaðinum og því er kostnaðurinn jafn árlega, meðan margir af þeim samningum sem stofnanirnar höfðu fyrir voru eignarleyfi sem fjárfest er í einu sinni og einvörðungu greitt fyrir uppfærslur árlega. Þá skýrist hækkun kostnaðar í sumum tilfellum af fjölgun leyfa hjá viðkomandi stofnun. Þá ber að nefna að nýr samningur felur einnig í sér að stofnanir þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða hýsingu vegna Microsoft Office-hugbúnaðarins, sem taka ætti mið af í kostnaðarsamanburði. Fjármálaeftirlitið hefur á umræddu tímabili verið með leigusamning um Microsoft-hugbúnað líkt og nýr samningur gerir ráð fyrir og því er kostnaður stofnunarinnar samanburðarhæfastur af þeim stofnunum sem tilheyra fjármála- og efnahagsráðuneytinu.