Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 56  —  56. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000 (afnám takmarkana).

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Guðjón S. Brjánsson, Helga Vala Helgadóttir.


1. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi

Greinargerð.

    Frumvarpið var lagt fram á 149. löggjafarþingi (283. mál) en hlaut ekki afgreiðslu og er nú lagt fram að nýju óbreytt.
    Í lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, er kveðið á um lágmarkstíma sem starfsmanni er heimilt að taka fæðingarorlof. Í 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna segir að aldrei megi taka fæðingarorlof skemur en tvær vikur í senn. Með þessu frumvarpi er takmörkunin á því hversu stuttan tíma hægt er að taka fæðingarorlof felld úr gildi. Slík takmörkun er óþörf, enda er fæðingarorlof alltaf tekið í samráði við vinnuveitanda. Þegar starfsmaður telur sig hafa hag af því að taka fæðingarorlof í svo stuttan tíma er rétt að sá möguleiki sé til staðar.