Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 97  —  97. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eignir og tekjur landsmanna árið 2018.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Hvert var eigið fé þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest áttu árið 2018 og hvert var hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna árið 2018? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1998–2017?
     2.      Hverjar voru heildareignir þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest áttu árið 2018 og hvert var hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna árið 2018? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1998–2017?
     3.      Hverjar voru tekjur tekjuhæstu a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna árið 2018, með og án fjármagnstekna, og hvert var hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2018? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1998–2017?
     4.      Hvað áttu tekjuhæstu a) 10%, b) 5%, c) 1%, d) 0,1% landsmanna árið 2018 stóran hluta af annars vegar eigin fé landsmanna og hins vegar heildareignum landsmanna árið 2018? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1998–2017?


Skriflegt svar óskast.