Ferill 112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 112  —  112. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kostnað við snjómokstur og hálkuvörn.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


    Hver var árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við snjómokstur og hálkuvörn á árunum 2010–2018:
     a.      á landinu öllu,
     b.      á Fjarðarheiði,
     c.      á Fagradal?


Skriflegt svar óskast.